Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 26
26
Æ G I S V I Ð TA L I Ð
Undir lok síðasta árs var gert samkomulag um að
setja Íshaf á stofn og fór rekstur félagsins í fullan
gang undir þessu nafni 1. jan sl. Jafnframt var Berg-
steinn Gunnarsson, vél - og rekstrartæknifræðingur,
ráðinn til þess að stýra félaginu.
Stærstu eigendur Íshafs eru í dag Fiskiðjusamlag
Húsavíkur (43% eignarhlutur), Eskja á Eskifirði
(34%) og Húsavíkurbær (11%). Aðrir smærri hlut-
hafar eru Ker hf., Tryggingamiðstöðin hf., Festi hf.,
Landsbankinn og Vísir hf.
Stjórnendur Eskju ákváðu að leggja niður rækju-
vinnslu á Eskifirði og leggja kvóta og skip inn í Íshaf
og eignast þannig stóran hlut í félaginu. Þrjú skip
Eskju, Votaberg SU, Guðrún Þorkelsdóttir SU og
Hólmanes SU, færðust til Íshafs, en á móti tók Eskja
yfir útgerð Asks ÞH (áður Askur ÁR). Votabergið
fékk nafnið Aldey ÞH, Guðrún Þorkelsdóttir fékk
nafnið Seley ÞH, Hólmanesið varð Húsey ÞH og
fjórða rækjuskipið í flota Íshafs heitir Flatey ÞH
(áður Gissur ÁR).
Erfiður róður
„Já, það er óhætt að segja að útgerð rækjuskipa og
rekstur rækjuvinnslu er í dag mjög erfiður. Þetta er
mikil brekka og það hefur komið mér á óvart hversu
langt niður verð fyrir rækjuafurðir hefur farið. Og
það kemur ekki síður á óvart að enn skuli vera
stöðug pressa á frekari lækkanir. Smáa rækjan hefur
verið að seljast ágætlega og fer jafnóðum og það sama
má segja um millirækjuna, bæði einfrysta og tví-
frysta. Það er helst í stóru rækjunni sem salan er
treg. En þrátt fyrir að ágætis spurn sé eftir smærri
rækjunni og millirækjunni fæst ekki nægilega gott
verð fyrir hana.
Við höfum verið að fá meira af stærri rækju inn í
verksmiðjuna en áður, sem kemur til af því að
vinnsluskipin, sem eru m.a. á Flæmska hattinum og
í Barentshafinu, eiga erfiðara með að selja stærri
Rækjuverðið er lágt og þrýstingur á frekari lækkanir:
Gerum ekki betur
en að halda sjó
- segir Bergsteinn Gunnarsson hjá Íshafi hf. - stærstu rækjuvinnslu landsins
Í kjölfar uppstokkunar á eignarhaldi í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á síð-
asta ári var sett á stofn öflugasta rækjuframleiðslufyrirtæki landsins -
Íshaf hf. Jafnframt var skilin að rækjuvinnsla og bolfiskvinnsla, sem
áður voru undir hatti Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Íshaf er sem sagt
núna með rækjuvinnsluna á sinni könnu, en Fiskiðjusamlagið, sem er
100% í eigu Vísis hf., er með bolfiskvinnslu. Það er ekki beint hægt að
segja að rækjuvinnsla á Íslandi hafi gengið vel á síðustu misserum,
verksmiðjurnar eru að glíma við stöðugt lækkandi afurðaverð á okkar
helstu mörkuðum erlendis og ekki léttir það róðurinn þessa dagana í
útgerð rækjuskipa, frekar en annarra skipa, að olíuverð hefur snar-
hækkað. Ægir sótti heim Íshaf á Húsavík og ræddi við framkvæmda-
stjórann, Bergstein Gunnarsson, um stöðu rækjuvinnslunnar og fram-
tíðarhorfur.
Flatey ÞH, eitt af rækjuskipum
Íshafs, við bryggju á Húsavík.