Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2004, Page 37

Ægir - 01.05.2004, Page 37
37 B E I T U F R A M L E I Ð S L A Einkaleyfi í innanlandsmark- aði í höfn Engar fyrirmyndir eru erlendis frá í beituframleiðslunni. „Nei, það er ekki. Hér innanlands fengum við hjá Aðlöðun hf. einkaleyfi á þessari framleiðslu um miðjan apríl. Erlendis höfum við ekki spurnir af samskonar framleiðslu- ferli hvorki í beitu-, fóður- né matvælaiðnaði. Reyndar höfum við sótt um einkaleyfi erlendis til allra þessara þátta og það einka- leyfisferli er nú í gangi.“ Sveinbjörn orðar það svo að hvernig sem þetta verkefni fari, þá sé það hans mat að unnið hafi verið ákveðið afrek varðandi tækniþróun o.fl. „Þetta er tví- mælalaust merkilegt verkefni og ef okkur tekst að fjármagna það vel, þá tel ég að það geti orðið enn merkilegra. Ef við fáum inn í þetta þá fjármuni sem við teljum nauðsynlega á þessu stigi, þá er það mín bjargfasta skoðun að við verðum fljótlega farnir að blanda okkur í beitu- fóður- og matvæla- framleiðslu á heimsmælikvarða.“ Stór beitumarkaður fyrir vestan Sveinbjörn segir að auk innan- landsmarkaðarins séu þeir hjá Að- löðun hf. vissulega að horfa til út- flutnings á beitu en þó aðallega á tækni og þekkingu. „Það var hreint ekki tilviljun að við sett- um verksmiðjuna niður á Ísafirði. Línuútgerðin stendur sterkum fótum í mörgum sjávarplássum á Vestfjörðum og ég reikna með því að á þessu svæði sé smábátaflot- inn að nota um 100 milljón beit- ur á ári. Það leit því vel út að staðsetja verksmiðjuna í nágrenni við þennan markað. Í annan stað var Norðurtangahúsið til reiðu með góðum frystigeymslum, sem eru nauðsynlegar fyrir slíka starf- semi - bæði fyrir hráefni og fram- leiðsluvörur.“ Sem stendur eru þrír menn starfandi í verksmiðjunni á Ísa- firði, hvað sem síðan kann að verða því húsnæðið býður upp á margföldun tækjabúnaðar. En telur Sveinbjörn að forsenda áframhaldandi þróunar þessa verkefnis sé að nýtt fjármagn komi inn í reksturinn? „Það skal ég ekkert segja til um. Hins veg- ar er það mín skoðun að þessi framleiðsluaðferð muni innan tíð- ar ryðja sér til rúms í beitufram- leiðslu, fóðurgerð og jafnvel í matvælaframleiðslunni á verald- arvísu. Frá upphafi þessa verkefn- is hafa verið settar í það nokkur hundruð milljónir króna, aðallega af framkvæmdaaðilum verkefnis- ins, og nú liggur fyrir að þetta er raunhæft dæmi. Við sjáum fyrir endann á verkefninu tæknilega og þekkingarlega tel ég að það gefi mikla möguleika, vegna þess ein- faldlega að það gefur kost á svo mörgu í framhaldinu.“ Sveinbjörn Jónsson: „Núna erum við að framleiða staðlaðar beitur fyrir króka númer 7 og 11.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.