Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2004, Page 40

Ægir - 01.05.2004, Page 40
H A F N A R F R A M K V Æ M D I R Gleðilega sjómannadagshátíð! Um þessar mundir er unnið að gerð 800 metra langs sjóvarna- garðs í Þorlákshöfn, en þetta er fyrsti áfangi af fimm við stækkun og endurbætur hafnarinnar þar. Garðurinn nýi gengur út frá Skötubót, sandfjörunni sem gengur til austurs frá Þorlákshöfn og allt til Ölfusárósa. Ræktunar- samband Flóa og Skeiða vinnur að gerð sjóvarnargarðsins. Í hann er ekið um 230 þúsund rúmmetrum af grjóti og vega stærstu steinarn- ir 25 tonn. „Framkvæmdirnar ganga mjög vel og við erum á áætlun, en samkvæmt útboðsskil- málum eigum við að skila þessu verki af okkur þann 30. nóvem- ber í haust,“ segir Steinn Leó Sveinsson, sem stýrir þessu verk- efni fyrir hönd verktakans. Indriði Kristinsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, segir þessar fram- kvæmdir koma til með að breyta miklu. Áformað sé að við sjóvarn- argarðinn nýja komi viðlegukant- ur, sem ætlaður sé fyrir fiskiskip og eins smábáta en útgerð þeirra í Þorlákshöfn er talsverð. Á seinni stigum standi síðan til að rífa svo- nefnda Norðurvararbryggju, sem er L-laga bryggja og flest fiskiskip hafa lagst að síðustu áratugi. Hún þjónar ekki lengur kröfum sínum og verður nú rifin, að sögn Ind- riða. Þá verður byggður nýr við- legukantur fyrir loðnuskip milli svonefndrar Skarfaskersbryggju og Norðurgarðs, en gert er ráð fyrir að flutningahöfnin verði við Svarta- og Skarfaskersbryggjur. Allt mun þetta, að sögn hafnar- stjórans, gera höfnina rýmri og flutningaskipum betur kleift að athafna sig þar. Þá verður byggð- ur nýr sjóvarnagarður sem ganga mun inn í höfnina sjálfa - og mið- ar sá þáttur framkvæmdanna að því að það verði lyngra í sjó innan hennar. Miklar hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn: Rýmri höfn og lyngri Steinn Leó Sveinsson, verkefnisstjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða við hafnarframkvæmdirnar í Þorlákshöfn. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. Sjávarútvegsráðuneytið Tben ehf Hvaleyrarbraut 39 – Hafnarfjörður Sími 544 2245 – tben@tben.is – www.tben.is Gjögur hf. Tómasarhaga 46 - 107 Reykjavík Sími 561 9950

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.