Ægir - 01.05.2004, Qupperneq 48
48
H O R F T U M Ö X L
svartar skellur á pappírinn. Mis-
fellur og klettar á botninum, sem
komu fram á dýptarmælinum,
held ég hinsvegar að hafi ekki
komið þeim á óvart, því klettar
og hryggir á hafsbotni sem báru
margvísleg nöfn voru þessum
mönnum fyrir löngu kunn áður
en farið var að skoða mynd af
þeim á dýptarmælum.
Og ef marka má sögurnar, þá
gáfu þessir staðir margfalt meira
af sér fyrr á árum þegar varla
þurfti að bleyta færið til að moka
upp fiski. „Það var fiskur á hverj-
um öngli“ er setning sem oft
heyrðist þegar verið var að segja
frá róðrum á slóðir sem lítinn sem
engan fisk gefa í dag. Það hlýtur
að hafa verið erfitt að þræla öllum
þessum fiski um borð þegar færið
var dregið með handafli, engar
rúllur, hvað þá tölvustýrðar raf-
magnsrúllur. Enda voru hendurn-
ar á þessum gömlu mönnum eins
og sterkbyggðir hrammar sem
báru þess merki að hafa rispast og
skorist í þessum átökum. Og ekki
var minna átak að landa aflanum
sem borinn var á bakinu langa
leið frá bátalæginu, upp fjöruna
og sjávarbakkann þar sem fisk-
verkunarhúsin stóðu.
Langur vinnudagur
Líklegt er að vinnudagurinn hafi
oft verið orðinn töluvert langur
þegar öllu þessu var lokið. Mörg-
um finnst eflaust sem mikill
molbúaháttur hafi verið við lýði
þar sem svona vinnubrögð tíðk-
uðust, en staðreyndin er önnur og
þessir menn lifðu einfaldlega á
tímum og bjuggu við aðstæður
sem buðu ekki upp á ríkulegri
útbúnað eða meiri tækni. Sjálfur
ber ég mikla virðingu fyrir þess-
ari kynslóð og þeirri hörku og
þrautsegju sem þurfti til að kom-
ast af og sjá fyrir sér og sínum.
Oft hef ég nagað mig í handar-
bökin yfir því að hafa ekki tekið
frásagnir gömlu mannanna upp á
band og varðveitt þær. Mikil
söguleg verðmæti glatast þegar
menn, sem búa yfir þessari vit-
neskju, falla frá og ef til vill er
allt of lítið gert að því að varð-
veita frásagnir manna sem lifðu
tíma sem fyrir löngu eru liðnir.
En litríkar og skemmtilegar frá-
sagnir lifa í hugum fólks og ekki
er vitlaust að gefa sér tíma til að
koma þeim frá sér á blað, öðrum
til skemmtunar og fróðleiks.
Aðalsteinn Ólafsson og Jón Björnsson á vélbátnum Baldri frá Borgarfirði eystra.
Ólafur Ágústsson og Baldur Guðlaugsson við löndun úr vélbátnum Eysteini á Borgar-
firði eystra.