Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 14
14 V E I Ð A R F Æ R I Í framhluta trollsins, en fyrir- mynd þess er sótt til Noregs, er nýtt efni og belgurinn er um fjörutíu og þremur metrum lengri en í eldra flottrolli og því mun meira sjótæmi í honum en þeim gamla. Höfuðlínuhæð í togi er 44 faðmar og breidd á milli hliðarbyrða 80 faðmar. Möskvarnir í framparti trollsins eru 48 m langir, þá koma 24 m möskvar og svo 12 m möskvar. Möskvarnir eru gerðir úr Stealth flottrollstógi frá Van Beelen. Tógið er framleitt úr fléttuðu „Enkalon“ nyloni sem er sérhann- að til notkunar við langvarandi hámarksálag í sjó. Tógið er fer- hyrnt, með mislangar hliðar, eins og ílangur kassi, sem gerir það að verkum að baksogkrafturinn er mun minni en á hringlaga tógi og trollið því miklum mun létt- ara í drætti og opnar sig líka bet- ur. Hliðarbyrði eru grynnri en undir- og yfirbyrði, sem skilar sér vel á síldar- og kolmunaveiðum. Höfuðlína og hliðarlínur eru úr Dyneema tógi. Fótreipið er úr keðju með yfirfléttuðu nyloni. Togmótstaða eða flatarmál garns fyrir allt trollið er 830 m2. Belg- urinn er gerður úr nyloni og Dy- neema neti. Við trollið er 87 metra langur Ísnet kolmunnapoki með 42 metra ummáli. Fremstu fimm spólurnar eru úr hnútalausu nylon neti frá Net Systems og síðan tekur við þrefalt snúið nylon net frá Van Beelen. Poka- hlífin er úr fléttuðu nylon neti frá sama aðila. Kostirnir við að nota hnúta- lausa netið í pokann eru margir, minni togmótstaða, netið er mun sterkara og því unnt að nota grennra garn sem minnkar tog- mótstöðuna enn frekar. Birkir segir að strax á eftir loðnuvertíð muni Guðmundur VE fara með flottrollið á kolmunnaveiðar og þar fáist betri reynsla af trollinu. Tveggja belgja dragnót Meðal nýjunga hjá Ísneti er tveggja belgja dragnót sem nú er verið að setja upp í fyrsta sinn hjá Kára P. Jónassyni, netagerðar- meistara hjá Ísneti á Húsavík. „Þessi hönnun byggir á því sem við höfum verið að gera með tvo belgi í botn-, rækju- og humartrollum. Hér er um ákveð- ið tilraunaverkefni að ræða í framhaldi af fundi með félagi dragnótabáta, þar sem þessi hug- mynd kom upp. Hér er um al- gjöra nýjung að ræða og það verð- ur spennandi að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Birkir. Sjö netagerðar- verkstæði Ísnets Ísnet hf. er með starfsstöðvar um allt land - í Hafnarfirði, á Sauðár- króki, Akureyri, Húsavík, Horna- firði, í Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum, auk þess sem vörulager er í Bolungarvík. Birkir segir að á þessum sjö stöðum sé rekin alhliða veiðarfæraþjónusta og verslanir með útgerðarvörur. „Við erum að þjónusta öll veiðar- færi. Í Vestmannaeyjum og Hornafirði er áherslan á hringnætur - síldar- og loðnunæt- ur. Í Hafnarfirði er áherslan á flot- og botntroll og Akureyri er mest í botn- og rækjutrollum. Á Húsa- vík er mikið um botn- og rækju- troll sem og snurvoð og Þorláks- höfn er sömuleiðis mikið með snurvoðir og botntroll,“ segir Birkir. Ný gerð flottrolls frá Ísneti gefur góða raun „Í þeim eina túr sem Guðmundur VE notaði þetta troll á síldinni kom það mjög vel út. Skipið fiskaði níu hundruð tonn í fjórum hölum,“ seg- ir Birkir Agnarsson, framleiðslustjóri Ísnets, og vísar þar til nýrrar gerð- ar flottrolls, af gerðinni Ísnet-1824, sem útgerð skipsins fékk hjá Ísneti, en það er mun léttara í drætti en trollið sem skipið var með áður. Hluti flottrollsins fyrir Guðmund VE. Birkir Agnarsson. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 14

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.