Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 26
um fjórum árum, frá 1998 og framundir árslok 2001, þegar ég starfaði hjá tveimur fyrirtækjum í Noregi - Skretting og Nutreco ARC, sem er rannsóknastofnun Nutreco í Stavanger og hefur það hlutverk að stunda rannsóknir og þróunarvinnu á fiskafóðri.“ Jón lærði fóðurfræði á árunum 1971 til 1980 og þá var fiskeldi örlítið að fara af stað sem vísinda- grein. „Ég tók nokkra kúrsa varð- andi fiskafóður, en fyrst og fremst var ég að læra að fóðra kýr og kindur. Fyrstu tvö árin eftir nám vann ég sem tilraunastjóri RALA á Möðruvöllum og var síðan fóð- urráðunautur frá 1982 til 1986 hjá Búnaðarfélagi Íslands og hafði fyrst og fremst það hlutverk að vinna að uppbyggingu fóður- stöðva fyrir loðdýraræktendur. En þegar þessi staða bauðst hér árið 1986 ákvað ég að slá til og hef verið hér að stærstum hluta síð- an,“ segir Jón og játar því að það fóður sem Laxá framleiðir, sé að miklu leyti úr hans kolli, ef svo má að orði komast. „Já, það má kannski segja það. Hlutverk mitt er að búa til forskriftirnar sem fóðrið er gert eftir. Til þess að gera það þarf maður að fylgjast vel með þróuninni í fiskafóður- framleiðslu og stunda vöruþróun. Ég ákveð jafnframt hvaða hráefni er notað í fóðrið og í hvaða hlut- föllum, sé um innkaup þeirra, auk þess að vera til svara fyrir hönd fyrirtækisins um allt er lýt- ur að gerð fóðursins.“ Ekkert genabreytt hráefni í framleiðsluna Hér áður fyrr var fiskafóður að uppistöðu fyrst og fremst fiski- mjöl og lýsi, auk vítamína og steinefna. Fóðrið er framleitt í þurrum kögglum og til þess að ná réttum eiginleikum er bætt í fóðrið kolvetnagjafa, sem er fyrst og fremst hveiti. „Fiskimjöl er mjög góður próteingjafi í fóður fyrir fisk, en hann hefur þann galla að vera frekar dýr og því hefur þróunin verið í þá átt að finna ódýrari próteingjafa. Í stór- um dráttum er það svo í dag að 50-60% af próteini í fiskifóðri koma úr fiskimjöli en afgangur- inn er jurtaprótein - fyrst og fremst sojamjöl og maísglúten- mjöl. Auk þess að spara kostnað með því að nota jurtapróteinin í bland við fiskimjölið, þá eru ýms- ir kostir því samfara að hafa fleiri en eina gerð próteins í fóðrinu. En vissulega koma fljótt upp spurningar um genabreytt eða ekki genabreytt fóður. Margir Evrópubúar kæra sig ekki um genabreytt matvæli og þess vegna er ekki leyfilegt að nota gena- breytt fóður fyrir fiskinn. Fyrir um ári síðan tókum við þá ákvörðun hér að nota ekkert genabreytt hráefni í okkar fóður, þannig að það væri þá engin hindrun fyrir okkar viðskiptavini að markaðssetja sína framleiðslu inn á Evrópumarkað. Í þessu ljósi höfum við valið hráefni í fram- leiðsluna.“ Ellefu þúsund tonna ársframleiðsla Fyrst og fremst hefur Laxá fram- leitt fóður fyrir innanlandsmark- að, en einnig flutti fyrirtækið um tíma út fóður til bæði Noregs og Færeyja. Núna flytur fyrirtækið ekki út fóður, það fer allt á innan- landsmarkað. Í fyrra var fram- leiðslan um ellefu þúsund tonn, sem var mesta ársframleiðsla frá upphafi. Jón telur líklegt að framleiðslumagnið verði á svipuð- um nótum í ár. Stærstu viðskipta- vinir Laxár eru allir tengdir Síld- arvinnslunni og Samherja - þ.e. Sæsilfur í Mjóafirði, Silfurstjarn- an í Öxarfirði og Íslandslax við Grindavík. Til samans kaupa þessir framleiðendur rösk 80% af framleiðslu Laxár - milli 8 og 9.000 tonn. Næst á eftir þessum eldisstöðvum kemur Rifós í Kelduhverfi og síðan margir minni framleiðendur. Um 80% framleiðslunnar er laxafóður Laxá framleiðir margar tegundir af fóðri, en Jón áætlar að um 80% af framleiðslumagninu sé fyrir lax. „Við flytjum inn svokallað start- fóður - annað hvort frá Skretting eða Danafeed í Danmörku. En síð- an framleiðum við seiðafóður fyrir smáfiskinn, sem eru 2,5 mm kögglar, en fyrir lúðu og klakfisk framleiðum við upp í 16 mm köggla. Þegar seiðastiginu sleppir erum við með sérlínu fyrir lax, sem inniheldur upp í 32% fitu og aðra línu fyrir bleikju, sem inni- heldur u.þ.b. 26% fitu. Auk þess framleiðum við áframeldisfóður fyrir lúðu og síðan höfum við ver- ið að þróa þurrfóður fyrir þorsk. Ég sé það fyrir að þorskeldið geti verið hinn stóri vaxtarbrodd- ur í íslensku fiskeldi og við hjá Laxá ætlum okkur að vera þátt- takendur í að byggja það upp með því að bjóða gott fóður fyrir þorskinn.“ Einnig nefnir Jón að Laxá sé eitt af örfáum fyrirtækjum í heiminum sem framleiði fóður fyrir sæeyrnaeldi hjá Haliotis á Hauganesi og Sæbýli á Reykja- nesi. „Við höfum unnið að at- hyglisverðum rannsóknum á mis- munandi tegundum fóðurs fyrir sæeyru. Þetta fóður er töluvert frábrugðið öðru fiskafóðri, enda er sæeyra alæta sem þýðir að það nýtir næringarefni öðruvísi en fisktegundir.“ Fóðrið er framleitt í kögglum, misjafnlega stórum eftir því fyrir hvaða stærð af fiski er verið að framleiða. 26 F I S K E L D I aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 26

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.