Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 15

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 15
15 V E I Ð A R F Æ R I „Í fyrra seldum við þrjú kerfi í stærri báta. Þetta eru Sturla, sem áður hét Guðmundur VE, Rifs- nesið og Gullhólmi úr Stykkis- hólmi. Í það heila erum við búnir að selja línubeitningarkerfi í tíu skip og báta, það nýjasta var kerfi um borð í eldri smábát frá Grindavík, Gísla Súrsson, sem Trefjar byggðu yfir.“ Magnús segir að það sem í raun standi töluvert í vegi fyrir þróun á þessu sviði sé svokölluð hand- beitningarívilnun. „Ef hún væri ekki, þá tel ég að mun fleiri myndu kaupa slík kerfi. Hand- beitningin er auðvitað heldur erf- ið vinna og það er orðið víða mjög erfitt að fá fólk í hana. Fyrir vestan er hins vegar rík hefð fyrir handbeitningu og þar er mikið af góðu fólki í þessu, en annars stað- ar heyrir maður að það er erfið- leikum bundið að fá fólk í beitn- ingu. Þeir sem hafa beitningar- kerfi um borð í bátum sínum fá hins vegar ekki línuívilnun og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ segir Magnús. Ör þróun Að lágmarki kostar línubeitning- arkerfi, að sögn Magnúsar, um 4 milljónir króna. „Það er nokkuð mismunandi hvað menn leggja í þetta. Sumir horfa á þann mögu- leika að stokka línuna upp í landi og vera þá færri um borð, en lín- an sé lögð með beitningarvélinni vegna þess að hún er að gefa meiri og stærri fisk. Krókarnir í þessum vélum er líka stærri en í hand- beitningu,“ segir Magnús og bæt- ir við að aðferðin við að beita í vélinni sé ný af nálinni, sem virki þannig að krókurinn snúist inni í beitinni. „Þetta er einkaleyfisháð frá Mustad. Fyrirtækið hefur sett mikla fjármuni í þróunarvinnuna og það hefur verið að skila sér.“ Umræða um umhverfis- væn veiðarfæri Magnús býst fastlega við því að áfram megi gera ráð fyrir miklum áhuga fyrir beitningarkerfum. „Ég á ekki von á öðru. Ég hef heyrt að kaupendur geri í aukn- um mæli kröfur um að fá fisk, sem veiddur er með umhverfis- vænum veiðarfærum og þá staldra menn við línuveiðarnar. Í um- ræðu umhverfisverndarsinna eiga togveiðarnar undir högg að sækja, en línuveiðarnar vinna á. Á Spáni og í Ameríku veit ég að menn eru í auknum mæli að horfa til þess að fiskurinn sé upprunamerktur, ekki síst hvað varðar veiðiaðferð. Línufiskurinn er hvítari og mörg- um þykir hann henta betur í t.d. saltfiskinn.“ Árið 2003 seldu Sjóvélar tvö línubeitningarkerfi, í fyrra voru þau fjögur og önnur fjögur hafa verið seld í ár. „Því til viðbótar fáum við mikið af fyrirspurnum og það er greinilegt að margir eru að velta þessu fyrir sér, ekki síst að breyta eldri bátum. Við hönn- um fyrir menn beitningarkerfi niður í bátana og leitumst við að finna út besta fyrirkomulagið. Það er auðvitað mismunandi hvernig það gengur en þumal- puttareglan er sú að ganga þannig frá kerfinu að þægilegt sé að um- gangast það,“ segir Magnús Smith. Línuveiðarnar virðast njóta vaxandi vinsælda: Verðum varir við stóraukinn áhuga - segir Magnús Smith, framkvæmdastjóri Sjóvéla „Á síðasta ári urðum við varir við verulega aukinn áhugi á þessum nýju línubeitningar- kerfum frá Mustad, sem eru byggð á eldri kerf- um frá fyrirtækinu fyrir stærri bátana. Að stofni til eru þetta kerfi sem Mustad byrjaði að hanna í kringum 1980 og síðan hefur orðið mikið þróun í þessu,“ segir Magnús Smith, framkvæmdastjóri Sjóvéla. Gísli Súrsson GK-8 frá Grindavík, sem var sjósett- ur 24. febrúar sl. eftir gagngerar breytingar, er með 14.500 króka Mustad- kerfi frá Sjóvélum. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.