Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 5

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 5
Verulega góðir möguleikar í þorskeldi „Þó ekki sé horft á annað en aðstæður í sjónum, þá tel ég að möguleikar okkar í þorskeldi séu verulegar góðir. Ég vil orða það svo að við séum í meginmenginu fyrir þorskeldi, en í jaðarmengi fyrir laxinn. Bleikja er sömuleiðis kuldakær- ari tegund en laxinn og þess vegna hentar hún mjög vel sem eldistegund á Íslandi.,“ segir dr. Jón Árnason, fóðurfræðingur hjá Fóðurverksmiðjunni Laxá á Akureyri, m.a. í ítarlegu viðtali við Ægi um vísindin að baki fóðurgerð, stöðuna í hérlendu fiskeldi o.fl. Aukin tæknivæðing í bleikjunni Það er engum blöðum um það að fletta að aðstæður til bleikjueldis eru þær bestu í heiminum. Engu að síður hefur bleikjueldi hér á landi verið á fremur smáum skala. Jónatan Þórðarson, framkvæmdastjóri eldisstöðvarinnar Silungs hf., telur allar líkur á töluvert aukinni framleiðslu á allra næstu árum. Þar kem- ur margt til, en Silungur hf. hefur farið út í að tæknivæða vinnsluna verulega sem gerir fyrirtækinu kleift að slátra mun meira magni en áður. Ægir kynnir sér stöðuna í hérlendu bleikjueldi. Glímt við kynþroska þorsksins „Það hefur sýnt sig að 60-70 prósent af eldisþorski verður kynþroska strax eftir eitt ár í sjó og allur þorskur er orðinn kynþroska eftir þrjú ár. Þessu þurfum við að breyta. Með ljósastýringu viljum við reyna að koma í veg fyrir að fiskurinn hreinlega verði kynþroska. Í það minnsta á að vera hægt að hægja verulega á kynþroskanum, jafnvel stöðva hann,“ segir dr. Þorleifur Ágústsson, verkefnisstjóri hjá RF á Ísafirði, en fyrir liggur að bæði RF og Hafró á Ísafirði fara í athyglisverð rannsóknaverkefni á grundvelli samnings sem ráðuneyti sjávarútvegs- og iðnaðarmála hafa gert um eflingu rannsóknar- og þróunarstarfsemi á sviði sjávarútvegs. Einstakar strýturannsóknir framundan Framundan eru einstakar rannsóknir á hverastrýtunum í Eyjafirði - einstakar í heiminum - enda er það svo að umræddar hverastrýtur í bæði austan- og vestanverðum firðinum eru einstakar á heims- vísu. „Í alþjóðlegu samhengi er til dæmis mjög áhugavert að bera saman strýturnar hérna í Eyjafirði, sem eru grunnsjávarstrýtur, og svo djúpsjávarstrýtur. Það er vitað að ýmsar þjóðir hafa horft mjög til lífvirkra efna í sjónum með það í huga að þróa lyf,“ segir Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, m.a. í viðtali við Ægi um hverastrýturannsóknirnar sem ýmsar stofnanir koma að. Sveitarfélögin geri ákveðnari kröfur á útgerðarfyrirtækin Guðjón Hjörleifsson var um árabil bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en nú er hann þingmaður og sem slíkur formaður sjávarútvegsnefndar þingsins. Guðjón er í viðtali við Ægi og segir þar m.a. um byggðakvótann: „Þar hefði ég þó gjarnan viljað sjá vissar breytingar, svo sem að sveitarfélögin gerðu ákveðnari kröfur til útgerðarfyrirtækjanna sem fá þennan kvóta um að leggja fram afla á móti. Mér þætti til dæmis mjög raunhæft að á móti hverju einu tonn í byggðakvóta yrðu útgerðarmennirnir sjálfir að koma með tvö til viðbótar. Slíkt væri ekki ósanngjarnt að mínu mati.“ Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461-5135 GSM: 898-4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2005 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Á forsíðumyndinni, sem Óskar Þór Halldórsson tók, er Halldór Pétur Ásgeirsson að fóðra þorsk í kvíum Brims fiskeldis á Eyjafirði. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 25 12 18 16 34 Gæði - Öryggi - Þjónusta Ný DHB-dælulína frá Iron Pump Sérhannaðar til notkunar til sjós Leitið nánari upplýsinga Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is IR O N A 4 5 aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 14:12 Page 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.