Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 28
28 F I S K E L D I raunhæfari spár gera ráð fyrir 100 þúsund tonnum árið 2013. En hvor talan sem verður ofan á, þá er ljóst að hér er um verulega framleiðslu að ræða og við hljót- um að spyrja okkur að því hvern- ig við eigum að bregðast við þessu. Við skulum hafa í huga að mest af þorskútflutningi Norð- manna í dag er á tímabilinu frá febrúar til maí, en á öðrum tíma ársins er lítið um norskan þorsk á mörkuðunum. Við Íslendingar höfum hins vegar getað haft mun jafnari útflutning á þorski, sem þýðir að við höfum yfirtak á mörkuðunum. Ef Norðmenn hafa til að bera skynsemi til þess að slátra eldisþorski jöfnum höndum allt árið er okkar stöðu á mörkuð- unum verulega ógnað.“ Glorsoltin skepna Jón nefnir í framhaldi af þessu að rannsóknir á villtum þorski við Ísland leiði í ljós að lifrarprósenta í fiskinum sé mjög breytileg - frá því að vera undir 2% af þyngd fiskjarins og upp í 8-10%. „Nú veit ég ekki hvernig afladreifing- in er í samræmi við þessa lifrar- prósentu, en ef verulegur hluti af villta þorskinum við Ísland er með þessa lifrarprósentu, þá er með öðrum orðum verið að veiða í stórum stíl glor- og langsoltna skepnu. Þetta á sem sagt að vera gæðavaran sem boðin er sem villtur þorskur! Eldisþorskurinn er hins vegar fiskur sem alinn er á kjörmáta, að minnsta kosti hvað næringu varðar, og það hefur sýnt sig að hann er töluvert öðruvísi en sá villti - t.d. er nýtingarhlut- fallið mun hærra og kannanir benda til þess að hlutfall verð- mætari afurða er hærra í eldis- þorski en villta þorskinum, sem aftur þýðir að eldisþorskurinn er verðmætari afurð fyrir fiskvinnsl- una en villti þorskurinn.“ Fóðurkostnaður í þorskeldi hefur lækkað verulega Jón segir að samkvæmt tölum frá Nutreco í Noregi, sem birtust fyrir nokkru á Intrafish, kosti um átta milljarða íslenskra króna að byggja upp þrjú þúsund tonna þorskeldisstöð, sem skili um tíu milljarða króna framleiðsluverð- mæti á ári. Þetta segir Jón að megi gróft séð bera saman við til- fallandi kostnað við að veiða sam- svarandi magn af villtum þorski. „Ég get nefnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað er með eitt af full- komnustu og bestu fiskiðjuverum í heimi með afkastagetu upp á um tíu þúsund tonn á ári. Þar fara í gegn sem næst 2.500 tonn á ári. Það hlýtur að vera einhvers virði að nýta þá fjárfestingu sem fyrir hendi er og láta stálið snú- ast. Kröfur markaðarins hafa verið í þá veru og munu áfram verða í þá átt að fá fiskinn ferskari og ferskari. Þá er lykilatriði að geta slátrað fiskinum strax og pantanir berast.“ Jón telur enga ástæðu til að ætla annað en að fóðurkostnaður í þorskeldi verði ásættanlegur, „ég fæ ekki betur séð en að það ætti að vera unnt að hafa fóðurkostn- aðinn lægri en í laxeldi. Miðað við fóðurverð sem menn voru að tala um í þorskeldi fyrir tveimur árum síðan, þá sýnist mér raun- hæft að ætla að í dag sé það um þrjátíu prósent lægra.“ Ýmis rannsóknaverkefni Öll stærstu fóðurfyrirtæki heims- ins eru, að sögn Jóns, með á sín- um snærum rannsóknastofnanir sem eru að þróa fóður fyrir ólíkar eldistegundir. Hins vegar eru þessar upplýsingar ekki svo auð- veldlega aðgengilegar, fyrirtækin halda þeim eðlilega hjá sér. Til að varpa ljósi á hversu mikið fóður mörg af stærri fiskeldisfyrirtækj- um heims eru að framleiða, má nefna að Nutreco framleiðir um 800 þúsund tonn af fóðri á ári, samanborið við 11 þúsund tonna ársframleiðslu Laxár. „Þegar við erum að þróa fóður fyrir nýjar eldistegundir verðum við að leita annarra leiða en að bíða og sjá í fóðurbæklingum þessara stóru fy- irtækja hvað þau eru að gera. Þess vegna höfum við síðustu ár verið í þróunarvinnu, sérstaklega í þorskfóðri, ásamt Rf, Háskólan- um á Akureyri, RALA, Hólaskóla o.fl., sem miðar m.a. að því að finna leiðir til þess að framleiða eins ódýrt fóður fyrir þorsk og mögulegt er. Við höfum nú þegar rannsakað og fengið niðurstöður úr tilraun varðandi notkun á mis- munandi fóðurhráefnum. Þá erum við með í gangi rannsókn á vegum Hólaskóla í rannsókna- setrinu á Sauðárkróki varðandi próteinþörf mismunandi stærða af þorski. Einnig höfum við fengið styrk til að kanna mismikla fitu í fóðri fyrir þorsk og sú tilraun verður einnig á Sauðárkróki. Ég vænti því þess að fyrir árslok verði búið að „keyra“ þrjár til- raunir varðandi fóðrun á þorski, sem allar hafa það að markmiði að framleiða þorskfóður á sem hag- kvæmastan hátt.“ Niðurstaðna að vænta „Við höfum líka verið í erlendum rannsóknaverkefnum - t.d. í Skotlandi - þar sem við fengum staðfestingu á áður framkomnum Fiskeldi Sæsilfurs í Mjóafirði hefur vaxið mjög á undanförn- um árum, en Laxá framleiðir fóður fyrir Sæsilfur. Mynd: Björgvin Harri Bjarnason. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.