Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 33

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 33
33 N Ý T T S K I P er fyrir alla í áhöfn. Alls eru fimmtán vistarverur um borð. Smíði skipanna hófst um mitt ár 2004. Kjölur var lagður að fyrra skipinu um miðjan septem- ber 2004 og mánuði síðar að seinna skipinu. Því má segja að eiginlegur smíðatími hvors skips hafi verið innan við fimm mánuð- ir. „Þetta er vissulega töluvert stærra skip en það gamla. Það er einni hæð hærra í lest, sem þýðir að það er borðhærra en eldra skip og ver sig betur í slæmu veðri,“ segir Steinn Ómar. Töluverðir ferskfiskflutningar Arnarfellið hefur möguleika á að vera með 200 frysti- og kæligáma um borð og segir Steinn Ómar að skipið verði m.a. í flutningum á bæði óunnum og unnum fiski. „Við komum til með að taka fisk bæði í Reykjavík og Vestmanna- eyjum og höldum af stað frá Eyj- um síðdegis á föstudögum og verðum komnir með fiskinn til Immingham í Englandi á sunnu- dagskvöldi. Það þýðir að þessi fiskur á að geta náð inn á markaði á mánudagsmorgnum,“ segir Steinn Ómar. Auk Englands flytja Samskip ferskan fisk til Cuxhaven í Þýskalandi. Hér á árum áður voru ferskfisk- flutningar töluvert meiri en nú er, en hins vegar er umtalsverð aukning í flutningum á ferskum fiskflökum. Samskip hafa verið að þróa tækni við flutning á ferskum unnum fiski með skipum, sem hafa að sjálfsögðu að leiðarljósi að viðhalda ferskleikanum sem best. Þetta venst ágætlega! „Rútan“ sem þessi nýju skip Sam- skipa sigla er Reykjavík, Vest- mannaeyjar, Immingham í Englandi, Rotterdam í Hollandi, Cuxhaven í Þýskalandi, Varberg í Svíþjóð, Árósar í Danmörku, Þórshöfn í Færeyjum og Reykja- vík. Sem fyrr segir eru ellefu manns í áhöfn nýju skipanna. Steinn Ómar og Karl Arason skipta með sér skipstjórn á skipinu, en þeir voru einnig skipstjórar á gamla Arnarfellinu. „Hver túr - sigling- in sjálf og stopp í Reykjavík - tekur um hálfan mánuð. Við sigl- um tvo túra, samtals um fjórar vikur, og síðan erum við fjórar vikur í frí. Þetta venst ágætlega,“ segir Steinn Ómar, en hann er heldur betur reynslunni ríkari í fragtsiglingum. „Já, ég byrjaði á þessum skipum fimmtán ára gamall sem messagutti,“ segir hann og hlær. Í hverri ferð er skipstjóri, tveir stýrimenn, kokkur, tveir vélstjór- ar, dagmaður í vél og fjórir á dekki. Arnarfellið í höfninni í Reykjavík í jómfrúarferðinni. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.