Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 24
24 R A N N S Ó K N I R sýni. Fitumagn í sýnum virðist hafa mikið að segja enda eru PAH efnin fitusækin. Í mismunandi sýnategundum frá sama aðila er áberandi hversu styrkur napht- halenes er hærri eftir því sem fitumagnið er meira í sýninu. Þannig reyndist ýsa, sem er mag- ur fiskur og var reykt á hefðbund- inn hátt í tvo sólarhringa, ekki með háan heildarstyrk miðað við feitari sýni sem reykt voru mun skemur í vélstýrðum ofnum. Reyktar útfluttar sjávarafurðir, sem eru yfirleitt reyktar í stuttan tíma (nokkrar klukkustundir) í vélstýrðum ofnum, eru með lægri heildarstyrk PAH en sumt fisk- meti á innanlandsmarkaði sem reykt er í mun lengri tíma (mest í tvo og hálfan sólarhring) og oft á hefbundinn hátt. Ekki virðist vera mikill munur á reyktu kjöti og fiski hvað varðar heildarstyrk PAH efna. Erfitt er þó að gera slíkan samanburð í þessu verkefni vegna þess að um fá sýni var að ræða og vegna mjög margra breyta sem hér gætu haft áhrif á s.s. ólíkar reykaðferðir og mis- munandi fituinnihald. Fituinni- hald, reyktími og reykaðferð virð- ast hafa meira að segja um styrk PAH efna en hvort um fisk eða kjöt sé að ræða. Þetta verkefni var fyrst og fremst hugsað sem skimun á PAH efnum í reyktum íslenskum matvælum til samanburðar við væntanlegt hámarksgildi fyrir BaP. Niðurstöðurnar benda til þess að þátttakendur í þessu verk- efni þurfi ekki að breyta um framleiðsluhætti til þess að upp- fylla þessi nýju skilyrði. Hins vegar er sjálfsagt að fylgjast reglulega með styrk PAH efna í matvælum, einkum ef notast er við hefðbundnar reykaðferðir. Í þessari umræðu um óæskileg efni má þó ekki gleyma þeirri stað- reynd að sjávarafurðir eru al- mennt holl og góð fæða og reykt- ar fiskafurðir geta innihaldið mikið af góðum fitusýrum, sem fá vernd af andoxunarefnum, sem verða til við reykinguna. Heimildir: Bailey, E. J., Dungal, N. (1958). „Polycyclic hydrocarbons in Icelandic smoked food.“ British Journal of Cancer 12: 348-350. EU (2002). Opinion of the Scientific Committee on Food on the risk to human health of Polycyclic Aromatic Hydrocarbons in food. S. C. o. Food. Brussels, European Commission. Halldórsdóttir, H. (2004). Polyaromatic hydrocarbons (PAHs) in Icelandic smoked foods, analysed with HPLC- UVF, Fjölhringa kolvatnsefni (PAH í reyktum íslenskum mat, mæld með HPLC-UVF)(enska). Efnafræðiskor, raunvísindadeild. Reykjavík, Háskóli Ís- lands: 73. Helga Halldórsdóttir, Guðjón Atli Auð- unsson (2004). PAH efni í reyktum sjávarafurðum mæld með HPLC-UVF. Rf skýrsla 13-04. Mottier, P., V. Parisod and R. J. Turesky (2000). „Quantitative determination of polycyclic aromatic hydrocarbons in barbecued meat sausages by gas chrom- atography coupled to mass spect- rometry.“ Journal of Agricultural and Food Chemistry 48(4): 1160-1166. Simko, P. (2002). „Determination of polycyclic aromatic hydrocarbons in smoked meat products and smoke fla- vouring food additives.“ Journal of Chromatography B-Analytical Technologies in the Biomedical and Life Sciences 770 (1- 2): 3-18. PAH (polyaromatic hydrocar- bons) eða fjölhringa kolvatnsefni er mjög stór hópur lífrænna efna sem gerð eru úr tveimur eða fleiri aromatískum hringjum. Þau verða til við ófullkominn bruna á lífrænu efni (hitun þar sem súrefni er takmarkað). Við lægri hitastig verður myndunin hægari, eins og t.d. við myndun jarðeldsneytis en við þesskonar ferli myndast mun meira af PAH efnum með alifatískar keðjur. Því er hægt að segja til um upp- runa PAH efnanna í ljósi sam- setningar PAH-blöndunnar. Efnin geta einnig myndast við önnur náttúruleg ferli eins og skógarelda og sinubruna en aðal- uppsprettur þeirra tengjast þó mannlegum athöfnum. Sem dæmi um slíkt má nefna ýmis konar iðnað, sorpbrennslu, út- blástur bifreiða og ofanvatn mengað vegna hjólbarða, út- blásturs og bundins slitlags. PAH efni er því að finna mjög víða í umhverfinu. Meira en 100 PAH efni hafa fundist í náttúr- unni, ekki sem stök efni, heldur alltaf í blöndum. Þetta er í raun stærsti hópur þekktra krabba- meinsvaldandi efna. Rannsóknir hafa einkum beinst að efnum með 4-7 hringi vegna hlutfallslega meiri krabbameinsvirkni þeirra. En það eru ekki PAH efnin sjálf heldur umbrotsefni þeirra (dihydrol epoxide) sem eru hinir eiginlegu krabbameinsvaldar. PAH efni geta einnig valdið skammtímaeitrun en mun hærri styrk þarf til þess en þarf til myndunar krabbameins. Skammtímaeitrunar væri helst að vænta vegna léttari efnanna þar sem þau eru almennt í mun hærri styrk í náttúrunni en þyngri efnin. PAH efni geta myndast við ákveðna meðhöndlun matvæla, t.d. reykingu, steikingu og grill- un. Evrópusambandið hefur þeg- ar sett hámarksgildi fyrir benzo(a(pyrene (BaP) í drykkjar- vatni, ólífuolíum og reyklíki en sem fyrr segir hefur það einnig verið í bígerð nokkuð lengi að setja hámarksgildi fyrir fleiri fæðuflokka. Þegar verkefni það sem hér greinir frá hófst var um- ræða í gangi um hámarksgildi vegna reyktra matvæla og var þá uppi tillaga um að miða við 1 (g/kg. Þau mörk sem síðar voru samþykkt og munu taka gildi 1. apríl n.k. kveða hins vegar á um að hámarksstyrkur BaP sé 5(g/kg fyrir bæði reyktan fisk og reykt kjöt (COMMISSION REGUL- ATION (EC) No 208/2005 of 4 February 2005 amending Regul- ation (EC) No 466/2001 as reg- ards polycyclic aromatic hydrocarbons). Hvað eru PAH efni? aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 24

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.