Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Síða 20

Ægir - 01.02.2005, Síða 20
20 S T R Ý T U R A N N S Ó K N I R og á rannsóknastofnunum sem starfa náið með skólanum. Að þeim koma mörg mismunandi fræðasvið sem hér geta lagt saman sína krafta. Eftir því sem þekk- ingin eykst á jarðfræðinni, efna- fræðinni og líffræðinni verður viðfangsefnið enn áhugaverðara og forvitnilegra fyrir bæði vís- indamenn og almenning. Það er engin spurning að þetta verkefni gefur Háskólanum á Akureyri mikil tækifæri á sviði sjávarlíf- fræði, haffræði, líftækni o.fl. og það gefur verkefninu mikla sér- stöðu að unnt er að kafa niður að strýtunum og ná í rannsókna- sýni.“ Að opna leiðir inn í alþjóðleg rannsóknaverkefni „Ég tel að ef okkur tekst að byggja upp góðan þekkingar- grunn á þessu, þá getum við verið að opna leiðir til þátttöku í stór- um alþjóðlegum rannsóknaverk- efnum. Með öðrum orðum er vel mögulegt að ef okkur tekst vel upp í þessum fyrsta hluta rann- sóknanna kveikjum við áhuga hjá evrópskum, bandarískum og jafn- vel vísindamönnum í SA-Asíu að koma að málum og það gæti vissulega verið mjög áhugavert fyrir okkur t.d. varðandi hugsan- lega rannsóknavinnu, nemenda- samskipti o.fl. Í alþjóðlegu samhengi er til dæmis mjög áhugavert að bera saman strýturnar hérna í Eyja- firði, sem eru grunnsjávarstrýtur, og svo djúpsjávarstrýtur. Það er vitað að ýmsar þjóðir hafa horft mjög til lífvirkra efna í sjónum með það í huga að þróa lyf. Ég nefni í því sambandi Singapúr, Hong Kong og Japan. Ef við stöndum okkur vel í þeim rann- sóknum sem framundan eru, þá gætum við verið að opna á sam- starf um þessa þróun. Svo virðist sem lífverar sem lifa í heitari sjó séu ríkari af þeim lífvirku efnum sem menn eru fyrst og fremst á horfa til.“ segir Hjörleifur. Sérstaða strýtanna er ótvíræð Hreiðar Þór Valtýssson undir- strikar að Eyjafjarðarstrýturnar séu sérstakar á heimsvísu. „Þetta eru einu grunnsjávarstrýturnar sem eru þekktar í heiminum. Þær eru öðruvísi uppbyggðar en djúp- sjávarstrýtur og efnasamsetningin er önnur og upp úr þessum strýt- um kemur ferskvatn, sem er mjög sérstakt. Þetta er alveg einstakt á heimsvísu, að minnsta kosti höf- um við ekki, þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan, haft spurnir af sambærilegum svæðum í heimin- um.“ Miklir möguleikar með kafbátnum Við rannsóknirnar framundan Horft í norður yfir Eyjafjörð. Á myndina er merkt staðsetning hverastrýtusvæðanna, sem þegar hafa fundist í firðinum. Mynd: Eyjólfur Guðmundsson. X X Þrívíddarmynd af öðru strýtusvæðinu í Eyjafirði. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 20

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.