Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 38
38 T Æ K N I FURUNO, sem Brim- rún hf. hefur umboð fyrir hér á landi, hef- ur sett á markaðinn nýjan fjölgeisla dýpt- armæli - FCV-30. FCV-30 er hágæða dýptarmælir hannaður jafnt til fiskveiða sem og til botnrannsókna. Við hann tengist nýtt fjölgeisla botnstykki sem gefur möguleika á fjölstefnu- leitun auk mikils langdrægis. Ný meðhöndlun FURUNO við úr- vinnslu endurvarpanna setur FCV-30 dýptarmælinn í sérflokk. Ýmiskonar framsetning FCV-30 býður upp á ýmiskonar framsetningarmáta: Fjölgeisla (multi-beam), sneiðgeisla (split- beam), stækkun (zoom) og fisksjá (A-skope) auk þess sem myndir frá höfuðlínusendi og öðrum dýptarmælum er einnig hægt að kalla fram á skjáinn, séu slík tæki tengd við mælinn. Með fjölgeisla stillingunni er hægt að senda í allt að 5 áttir samtímis. Stefnu hvers geisla fyrir sig er hægt að breyta í valmynd og stilla í hvaða átt sem er. Halla geislanna hvers um sig er einnig hægt að stilla í valmynd +/- 20° út frá beinni stefnu niður. Það auðveldar mjög leit að fiski þegar hægt er að sjá í fimm áttir sam- tímis. Þannig sér notandinn stað- setningu fiskitorfu sem er í kringum skipið og dreifingu fisksins innan hennar. Þetta er einnig hjálplegt við að greina ósléttan og mishæðóttan botn og geta þannig metið betur hraða og stefnu á trollinu. Stærðargreining fisksins Við stærðargreiningu fisks er hægt að velja tvær leiðir til að af- marka svæði þar sem mæla á: Önnur er að vera með fyrirfram Nýr byltingarkenndur fjölgeisla dýptarmælir frá FURUNO Hinn nýi fjölgeisla dýptarmælir FCV-30 frá FURONO.       Fimm geisla framsetning. Hér er horft á þrjá geisla samtímis og hægt er að skipta skjánum bæði lárétt og lóðrétt.    Stefna 180° Halli 20° Stefna 0° Halli 0° Stefna 0° Halli 20°    Efst til vinstri er gluggi fyrir stærðareiningu. Á efri hluta myndarinnar fyrir miðju er svæði sem notað er við stærðargreininguna. Á neðri hluta myndarinnar er síðan gluggi fyrir dreifi- greiningu. Dæmi um framsetningu myndar við dreifi- og stærðar- greiningu. Mynd 1. Mynd 2. Veltustýring á. Veltustýring af. Botn- og fiskendurvörp aflagast vegna áhrifa mis- munandi ölduhæðar á mæl- inn. Jafnvel í haugasjó eru end- urvörpin rétt eins og um sléttan sjó væri að ræða með leiðréttingu. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:34 Page 38

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.