Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2006, Page 8

Ægir - 01.07.2006, Page 8
8 F I S K I D A G U R I N N M I K L I Að morgni miðvikudags fyrir Fiskidagshelgina á Dalvík kom framkvæmdastjórn sam- komunnar saman í síðasta sinn til að fara yfir stöðuna og binda þá enda sem lausir kynnu að vera. Fundurinn stóð yfir í hálfan þriðja tíma og var slitið með þeim orðum að allt væri klárt, hið eina sem óvissa ríkti um væri veðrið. Þá gall við í Júlíusi Júlíussyni, framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla, um leið og hann benti upp í loftið: „Huh, það er nú ekki vanda- mál því sá sem situr þarna uppi og öllu ræður græjar gott veður. Hann er brottflutt- ur Svarfdælingur!“ Og viti menn, enn og aftur brast á dæmafá blíða á Dalvíkinga og gesti þeirra á Fiskidegin- um mikla. Þannig hefur það verið frá upphafi fyrir sex árum, hvort sem það er tilvilj- un eða ræðst af sérstökum tengslum almættisins við byggðarlagið og þannig mun það áfram verða svo lengi sem Fiskidagurinn mikli blív- ur. Góðir gestir frá Nígeríu Að vanda vakti bás Sölku-Fiskmiðlunar mikla athygli, en í boði fyrirtækisins tóku nokkrir viðskiptavinir fyrirtækisins frá Nígeríu þátt í Fiskideginum. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Heiða Hilmarsdóttir, starfsmaður Sölku-Fiskmiðlunar, Hilmar Daníelsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar, Dorrit Moussaieff, forsetafrú, Douglas Ozuzu frá Nígeríu, Chief Felix Igwegbe Nze Onwadike, fyrsti viðskiptavinur Fiskmiðlunar Norðurlands í Nígeríu, forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Princess Faith Gilbert frá Bandaríkjunum, Chief Kalu Nnana Kalu, viðskiptavinur Sölku-Fiskmiðlunar frá Nígeríu, Izunna Onwadike frá Nígeríu, Haukur Snorrason, Katrín Sigurjóns- dóttir, framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar, Eydís Hilmarsdóttir, Elsa Antonsdóttir, Lilja Björk Reynisdóttir, starfsmaður Sölku-Fiskmiðlunar, og Ólöf Antonsdóttir. Guð er Svarfdælingur Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is Talið er að 33-35 þúsund manns hafi sótt Fiskidaginn mikla heim að þessu sinni og hafa gestir aldrei verið fleiri. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 8

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.