Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2006, Page 10

Ægir - 01.07.2006, Page 10
10 F I S K I D A G U R I N N M I K L I Ólýsandi samkoma Engin leið er að lýsa sam- komunni á Dalvík í máli eða myndum svo vel sé. Enginn trúir því hvernig hún er í raun nema sá er upplifir hana sjálfur. Forseti Íslands sagði að þarna hefði verið slegið saman 17. júní, sjómannadeg- inum og mörgu fleiru í eina allsherjarhátíð sem ætti sér enga hliðstæðu í víðri veröld. Mikið er til í því. Alla vega er sjálf hugmyndin geggjuð og enn geggjaðra er að Dalvík- ingum skyldi detta í hug að hrinda henni í framkvæmd. Gestunum bara fjölgar ár frá ári. Fyrst komu 5.700 manns til Dalvíkur en Fiskidagsgestir í ár eru taldir hafa verið um 35.000 talsins. Menn hljóta að velta fyrir sér: Hvar endar þetta? Aðstandendur Fiski- dagsins mikla yppta öxlum og halda sitt strik, sem þeir verðskulda þakklæti fyrir. Það þarf nefnilega sterk bein til að þola áreiti alls kyns fyr- irtækja sem vilja slást í hóp- inn og sækja að tugþúsund- um Fiskidagsgesta í því skyni að búa sér til bissness. Sjarm- inn færi hins vegar fljótt af Fiskideginum ef sölutjöld og básar risu á hafnarsvæði Dal- víkinga og samkomugestir þyrftu að ganga um með opin seðlaveski. Hvað þá ef stórfyrirtækin kokgleyptu fyr- irbærið og gerðu að sínum eins og gerst hefur með úr- valsdeildina í fótbolta, Reykjavíkurmaraþonið og fleira og fleira. Súpukvöldið mikla sló í gegn Sjálfur Fiskidagurinn mikli er drifinn áfram af sjálfboða- vinnu Dalvíkinga í hundraða- tali og af sjávarútvegsfyrir- tækjunum á staðnum. Í fyrra bættist við Súpukvöldið mikla í aðdraganda Fiskidagsins, einstaklega velheppnað upp- átæki og skemmtilegt. Fjöl- Farsælir skip- stjórar heiðraðir Á Fiskidaginn mikla voru tveir skipstjórar á Dalvík, Helgi Jakobsson og Sigurður Haraldsson, heiðraðir fyrir áratuga farsæl störf sín að sjávarútvegi á Dalvík. Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, heiðraði skipstjór- ana fyrir hönd framkvæmdanefndar Fiskidagsins. Í máli hennar kom fram að Helgi Jakobsson væri heiðr- aður fyrir störf sín við sjávarútveg til sjós og lands og auk þess sem hann hafi miðlað þekkingu sinni til þróunar- landa, en hann starfaði um tíma hjá Sameinuðu þjóðunum og var þá fulltrúi FAO við skipulagningu veiða á Indlandi og í Tyrklandi og miðlaði þar reynslu og þekkingu Íslend- inga á fiskveiðum til annarra þjóða. Helgi Jakobsson hóf ungur sjósókn og var skipstjóri á ýmsum skipum sem stunduðu bæði síldveiðar og bolfisk- veiðar. Síðar rak hann fiskverkunar- og útgerðarfyrirtæki á Dalvík um nær tveggja áratuga skeið. Svanfríður Inga sagði að Sigurður Haraldsson væri heiðraður fyrir störf sín við sjávarútveg á Dalvík, sérstak- lega fyrir farsælan skipstjórnarferil í fjóra áratugi. Hann hóf líka ungur sjósókn og var skipverji á ýmsum skipum, bæði við síldveiðar og bolfiskveiðar. Árið 1967 varð Sigurður skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Dalvíkinga hf, sem nú er hluti af Samherja hf. og starfaði hann þar í nær fjörutíu ár. Í júlí í sumar lét hann af skipstjórn á skuttogaranum Björgúlfi EA 312 en þar hafði hann verið skipstjóri frá því togarinn kom nýr til Dalvíkur fyrir um 30 árum síðan. Svanfríður Inga lét þess getið að við starfslok Sigurður hafi það verið reiknað út að skipið hafði á þessum tíma aflað um 110.000 tonna sem að útflutningsverðmæti væru um 30 milljarðar króna. Togskipið sem Sigurður tók fyrst við hjá Útgerðarfélagi Dalvíkinga, árið 1967, bar líka nafnið Björgúlfur. Sá sem sótti þann Björgúlf, sem var svokallaður tappatogari, til Austur-Þýskalands, þar sem hann var smíðaður, og var skipstjóri á honum til að byrja með, var einmitt Helgi Jak- obsson. Það var því skemmtileg tilviljun að þessir tveir skipstjórar skyldu vera heiðraðir við sama tækifæri fyrir störf sín í sjávarútvegi á Dalvík. Helgi Jakobsson Sigurður Haraldsson. Rúnar Júlíusson, rokkgoðið frá Kefla- vík, á fullu gasi á sviðinu. Fjöldi krakka reyndi fyrir sér í bryggju- dorgi. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 10

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.