Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2006, Side 14

Ægir - 01.07.2006, Side 14
14 L A X A R A N N S Ó K N I R hvaða hafsvæði laxinn heldur sig á mismunandi tímum. Merkilegur áfangi „Þetta eru tvímælalaust afar merkilegar niðurstöður, enda er þetta í fyrsta skipti sem unnt er að sjá við hvaða skil- yrði laxinn er í sjónum. Áður hafa fengist upplýsingar um feril svokallaðra hoplaxa í sjónum, bæði hér á landi og erlendis, en þeir ganga úr ánni og koma aftur eftir nokkra mánuði til hrygning- ar. En þetta er í fyrsta skipti sem slíkar upplýsingar fást frá því laxagönguseiði er sett í sjó og þar til laxinn skilar sér aftur upp í ána,“ segir Sigurð- ur Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar og lýsir mikilli ánægju með árangur af verkefninu. Að fengnum þessum upplýsingum um hitastig og dýpi sjávar þar sem laxinn hélt sig, liggur fyrir að bera þessar upplýs- ingar saman við gögn um yf- irborðshita sjávar frá gervi- tunglum, sem til eru frá þessu tímabili - þ.e. júní í fyrra til ágúst í ár. Góðar upplýsingar um hitastig og dýpi Mælimerkjunum, sem eru úr keramiki og í er þar til gerður mælibúnaður, var komið fyrir í kviðarholi laxaseiðanna í mars og apríl í fyrra og seið- unum voru gefnir um tveir mánuðir til þess að jafna sig áður en þeim var sleppt í Kiðafellsá, þaðan sem þau gengu út í sjó. Seiðin voru 60-100 grömm að þyngd áður en þeim var sleppt. Sigurður telur að fljótt á litið, miðað við vetrarhitann sem kom fram í síritunum, hafi laxinn haldið sig fyrst og fremst fyrir suðvestan land, úti á Reykjaneshrygg. „En þetta getum við ekki sagt ná- kvæmlega til um fyrr en við erum búnir að skoða fyrir- liggjandi gögn um yfirborðs- hita sjávar,“ segir Sigurður. „Það vekur nokkra athygli að laxinn hefur haldið sig í ca. 8 stiga hita bróðurpart síðasta Hér má sjá laxana þrjá sem fóru sem gönguseiði í sjó í byrjun júní 2005 og skiluðu sér til baka þann 17. ágúst sl. Laxinn næst á myndinni er hængur, en hinir tveir eru hrygnur. Við merkingu var hængurinn 18,7 cm og 70,2 g þungur, en við heimkomu var hann 70,5 cm langur og 3.162 g að þyngd. Önnur hrygnan var við merk- ingu 19,9 cm og 83,5 g þung en við heimkomu 59 cm löng og 1.811 g að þyngd. Hin hrygnan var við merkingu 17,8 cm og 63,3 cm þung en við heimkomu 64 cm löng og 2.316 g að þyngd. Hér er verið að koma síritandi mælimerki fyrir í kviðarholi laxaseiðanna, en mæli- merkin eru úr keramiki. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 14

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.