Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2006, Page 15

Ægir - 01.07.2006, Page 15
15 L A X A R A N N S Ó K N I R Sigmar Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnu-Odda, sem framleiðir mælimerkin sem voru sett í laxagöngu- seiðin, segir afar ánægjulegt að laxarnir hafi verið heimtir og fyrir liggi áhugaverðar upp- lýsingar úr síritunum. Hann segir að fyrirtækið hafi ábyrgst líftíma síritanna í eitt ár, en fiskurinn hafi verið á fimmtánda mánuð í sjó og all- an þann tíma hafi síritarnir skráð upplýsingar um hitastig og dýpi. „Það er engin spurning að þessi árangur hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta er til þess fallið að vekja áhuga á okkar vöru og vekur at- hygli. Sala og markaðssetning á okkar framleiðsluvörum fer auðvitað fram á margvíslegan hátt, einn þátturinn er að geta vísað til jákvæðrar reynslu notenda vörunnar. Við höfum alltaf lagt ríka áherslu á að vinna náið með rannsóknaað- ilum hér innanlands og ná ár- angri og það skilar sér síðan í frekari markaðssetningu. Við viljum ekki bíða eftir því að einhverjir komi með tækni- lausnir til Íslands, við viljum draga vagninn í því tilliti.“ Sigmar segir að mælimerk- in í göngulaxaseiðunum séu óvenjuleg að því leyti að þau séu minni en önnur mæli- merki sem Stjörnu-Oddi fram- leiði, en í lofti eru þau 2,3 grömm að þyngd, en 1,9 grömm í sjó. Seltan hefur þau áhrif að merkið léttist eilítið. Í kviðarholi laxaseiða er lítið rými fyrir merkin og því þurfti að hafa þau eins lítil og kostur var. „Við gerðum þessi merki úr líffræðilega dauðu efni, í þessu tilfelli keramiki. Það þarf að velja efni sem líkaminn - í þessu tilfelli fisk- urinn - hafnar ekki. Fiskurinn verður að taka merkið í sátt,“ segir Sigmar og bætir við að þessi merki hafi einnig verið notuð í t.d. sjófugla, karfa, ufsa, mörgæsir á Suðurskaut- inu o.fl. „Það er ljóst að við munum þróa þessi merki áfram og tel að næsta „kyn- slóð“ merkja verði enn minni og þau komi til með að gefa enn meiri upplýsingar og líf- tími þeirra verður örugglega lengri. Þessi þróunarvinna mun taka sinn tíma, en á meðan höfum við þessi merki og þau skila fínum ár- angri.“ Stjörnu-Oddi framleiðir mismunandi stærðir mælimerkja. Minnsta gerð mæli- merkjanna var sett í laxagönguseiðin. Hefur mikla þýðingu fyrir okkur - segir Sigmar Guðbjörnsson hjá Stjörnu-Odda Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmda- stjóri Stjörnu-Odda. vetrar, sem er nokkru hærri og stöðugri hiti en við höfð- um gert ráð fyrir. Laxinn er uppsjávarfiskur og heldur sig mest í yfirborðslögunum. Hins vegar kom í ljós að á síðari hluta tímans í sjónum hefur laxinn tekið stuttar en gríðarlegar dýfur, allt niður á sex hundruð metra. Ekki er vitað af hverju fiskurinn gerir þetta, en ein kenningin er sú að með þessu sé hann að reyna að finna strauminn sinn heim. Það má líka varpa fram þeirri kenningu að hann sé að kafa eftir æti eða að flýja afræningja.“ Fyrirliggjandi gögn gefa tilefni til þess að skoða samhengi vaxtar og hitastigs og með frekari end- urheimtum laxa á næstu árum ætti að koma enn skýr- ari mynd á þetta samhengi. Stærsta verkefni Veiðimála- stofnunar til þessa „Við slepptum seiðum aftur í júní sl. og því eigum við von á fiski á næsta ári. Sleppingin í ár tókst enn betur en í fyrra, sem þó gaf okkur þessa þrjá laxa með merkjum í. Ef við verðum heppnir, gætum við mögulega líka endurheimt tveggja ára fisk á næsta ári,“ segir Sigurður og bætir við að með því að endurheimta lax- ana í ágúst hafi brautin verið rudd og sönnur færðar á að þetta væri gerlegt. Áfram verði því haldið af fullum krafti og byggt ofan á verk- efnið og nauðsynlegt sé að sleppa einnig laxaseiðum í á á Norðurlandi og fá þannig marktækan samanburð, eftir hafsvæðum. „Og ég geri ráð fyrir að þegar þessar niður- stöður fara að spyrjast út kvikni áhugi hjá öðrum þjóð- um að fara út í sambærilegar rannsóknir hjá sér,“ segir Sig- urður. Verkefnið er stærsta ein- staka verkefnið sem Veiði- málastofnun hefur sett af stað og er áætlað að 70-80 millj- ónir kr. þurfi til að fjármagna það. Stofnunin hefur fjár- magnað verkefnið af eigin fé, en auk þess hefur Alþingi stutt það sérstaklega. Gögn um dýpi (blár) og hita (rautt) úr mælimerki eins af þeim þremur löxum sem heimtust 17. ágúst sl. (önnur hrygnan). aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 15

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.