Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2006, Page 16

Ægir - 01.07.2006, Page 16
16 R A N N S Ó K N I R Frá árinu 2000 hafa svæði á landgrunninu við Ísland verið mæld með svokallaðri fjöl- geislatækni á Árna Friðriks- syni, rannsóknaskipi Hafrann- sóknastofnunarinnar. Í sumar var rannsóknasvæðið á Reykjaneshrygg og land- grunnshlíðar beggja vegna hans, um 60 sjómílur suðvest- ur af Reykjanesi. Mælingar voru gerðar á 6.700 ferkíló- metra svæði, sem er með stærri hafsvæðum sem hafa verið mæld með fjölgeisla- mælum hér við land. Markmiðið með mæling- unum í sumar var kortleggja með fjölgeislamælingum þekkt kóralsvæði, friðuð veiðisvæði og mikilvægar veiðislóðir, auk þess að afla upplýsinga um jarðfræði hafs- botnsins. Guðrún Helgadóttir, leið- angursstjóri í leiðangrinum á Árna Friðrikssyni, segir að vitað hafi verið að á þessu svæði væru töluvert stór kór- allasvæði og þau hafi verið Hafrannsóknastofnunin vann áfram að fjölgeislamælingum í sumar: Áhugavert svæði á og við Reykjaneshrygg kortlagt Talið er að eyjan Nýey, sem er nyrst í gosþyrpingu á mælingasvæði Hafrannsókna- stofnunarinnar sl. sumar, hafi myndast árið 1783. Jarðfræðilega er þetta svæði áhugavert, enda vitað um mikla gosvirkni í gegnum tíðina á Reykjaneshryggnum. Mælingar voru gerðar á 6.700 ferkílómetra svæði, sem er með stærri hafsvæðum sem hafa verið mæld með fjölgeislamælum hér við land. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 16

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.