Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Síða 23

Ægir - 01.07.2006, Síða 23
23 N Ý S K I P af gerðinni Wärtsila með 6000 kW afkastagetu, spil- kerfi verður frá Aker-Bratt- vaag og íbúðir verða innrétt- aðar í sérsmíðuðum eining- um. Þá er gert ráð fyrir öllum fullkomnustu fiskileitar og siglingatækjum og að þau verði væntanlega af stærstum hluta frá hinum ýmsu fram- leiðendum í Noregi. Hvort skip kemur til með að geta borið á bilinu 800- 1000 tonn af afurðum og má reikna með að skipin verði á bilinu 35-40 daga í hverjum túr. Fyrra skipið á að afhenda í nóvember 2008 og það síðara í apríl 2009. Skrokkar skipanna smíðaðir utan Noregs Ólafur Marteinsson segir að allur undirbúningur að smíði skipanna sé þegar kominn í fullan gang. Solstrand semur við er- lenda skipasmíðastöð um smíði skrokka skipanna og má gera ráð fyrir að þeir verði tilbúnir í ársbyrjun 2008. Þeir verða síðan dregn- ir til Noregs og öll frágangs- vinna unnin þar. Þó svo að teikningar séu fyrir hendi af samskonar skipi - þ.e. áðurnefndum Vestind - segir Bjarni Ásmundsson þó ljóst að þær þurfi allar að yf- irfara og heimfæra að óskum Þormóðs-ramma - Sæbergs. Í þá vinnu verði farið á næstu mánuðum og væntir Bjarni þess að STS - Teiknistofa komi að þeirri vinnu á einn eða annan hátt. Af hálfu út- gerðarinnar mun Ragnar Að- alsteinsson, útgerðarstjóri Þormóðs ramma-Sæbergs, verða tæknilegur stjórnandi við smíði skipanna. Ljóst er að smíði þessara skipa fyrir Þormóð ramma- Sæber er gríðarlega stórt verkefni. Bjarni Ásmundsson orðar það svo að hér sé um að ræða stærsta nýsmíðaverk- efni Íslandssögunnar og það er ekki ofmælt. Og það segir sína sögu að samningurinn við Solstrand skipasmíðastöð- ina er sá stærsti sem hún hef- ur gert. Eitt af núverandi skipum Þormóðs ramma-Sæbergs - Mánaberg ÓF. Mynd: Björn Valur Gíslason. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 23

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.