Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2006, Page 28

Ægir - 01.07.2006, Page 28
28 Þ J Ó N U S T A Mikill vöxtur í starfsemi sjávarútvegssviðs Viðskiptahússins: Víðtæk þjónusta við sjávarútveginn Þórir Matthíasson, útgerðar- og iðnrekstrarfræðingur, sem m.a. hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri BGB-Snæfells í Dalvíkurbyggð og var síðar sölu- og markaðsstjóri Sæplasts, hefur verið ráðinn sem forstöðumaður sjávarút- vegssviðs Viðskiptahússins í Reykjavík og tók hann til starfa á liðnu sumri. Starfsemi Viðskiptahússins skiptist í þrjú svið - sjávarút- vegs-, fyrirtækja- og fast- eignasvið. Frá árinu 1999 hef- ur sjávarútvegssviðið haft á sinni könnu víðtæka þjónustu við sjávarútveginn og á und- anförnum misserum hefur hún aukist verulega og í far- vatninu er enn frekari vöxtur. Þjónustufyrirtæki við sjávarút- veginn „Sjávarútvegssvið Viðskipta- hússins er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir sjávar- útveginn. Við önnumst sölu á skipum og bátum sem og aflaheimildum, fyrst og fremst innanlands. Einnig erum við með leigumiðlun aflaheimilda og milligöngum kaup og sölu fyrirtækja í greininni - jafnt útgerðar-, fiskvinnslu- eða þjónustufyrirtækja. Til okkar leita líka fyrirtæki sem til dæmis eru að leita að sam- starfsaðilum, til að koma inn í viðkomandi fyrirtæki eða eiga samstarf um ákveðna hluti. Þessi starfsemi hefur vaxið hröðum skrefum og með aðkomu minni að fyrir- tækinu munum við einnig leggja áherslu á að útvíkka okkar starfsemi erlendis, m.a. með kaupum og sölu á skip- um og bátum og fyrirtækjum. Það eru vissulega fleiri fyr- irtæki á þessu sviði hér á landi, en við teljum okkur vera með breiðara þjónustu- svið en aðrir og erum að breikka það enn frekar með aukinni áherslu á viðskipti út fyrir landssteinana. Við leggj- um ríka áherslu á vandaða og persónulega þjónustu, enda er trúnaður og traust lykilat- riði í þessu,“ segir Þórir Matthíasson. Hann segir alltaf töluverða eftirspurn erlendis eftir skip- um og bátum frá Íslandi og til dæmis hafi Viðskiptahúsið nýverið haft milligöngu um sölu á skipi erlendis og fleiri sölur séu í farvatninu. Þórir bætir við að svo virðist sem vilji sé til að endurnýja hér- lenda ísfisktogara, enda eru margir þeirra komnir mjög til ára sinna, en slík skip liggi ekki á lausu erlendis. „Við erum að leita að slíkum skip- um á erlendri grundu fyrir okkar viðskiptavini, en fram- boðið af þeim er takmarkað,“ segir Þórir. Stærri og færri fyrirtæki Þórir segist skynja töluverða hreyfingu, ef svo má að orði komast, í sjávarútveginum. Fyrirtækjum í greininni hafi verið að fækka á undanförn- um árum og jafnframt hafi þau stækkað og sú þróun haldi greinilega áfram. „Svo virðist sem stóru einingarnar standi rekstrarlega betur að vígi og við skynjum það hér að þróunin sé áfram í átt að stærri fyrirtækjum. Sem dæmi er töluvert um að stærri fyrir- tækin kaupi minni báta með veiðiheimildum og þessi fyr- irtæki vilja fylgjast mjög náið með þeim hreyfingum sem eru á markaðnum. Við erum þannig með víðtækt tengsla- net og setjum okkur í sam- band við okkar umbjóðendur og upplýsum þá reglulega um þá möguleika sem opnast á hverjum tíma.“ Jafnvægi komið á í verði afla- heimilda? Varðandi verð á veiðiheimild- um nú um stundir segir Þórir að svo virðist að þar sé kom- inn á nokkur stöðugleiki. „Verð á aflaheimildum hefur gjarnan fylgt verði sjávaraf- urða, þannig að ef sjávaraf- urðir hafa hækkað hafa afla- heimildirnar hækkað í kjölfar- ið. Það hafa orðið eilitlar hækkanir í krókakerfinu, en ekki í aflamarkskerfinu. Þetta kann að þýða að jafnvægi sé komið á, ekki síst þegar haft er í huga að verð á sjávaraf- urðum á erlendum mörkuð- um er nú almennt hærra en nokkru sinni áður.“ Tel að verð íslenskra sjávaraf- urða haldist áfram hátt Talandi um hátt verð sjávaraf- urða, sem kemur útveginum vissulega afar vel um þessar mundir þegar olíuverðið er gríðarlega hátt, er Þórir þeirr- ar skoðunar að þetta háa verð sé ekki loftbóla sem muni springa. Eftir að hafa fylgst náið með markaðnum í mörg undanfarin ár, ekki síst þau þrjú ár sem hann bjó í Englandi, er Þórir á þeirri skoðun að spurn eftir há- gæðafiski frá Íslandi eigi síð- ur en svo eftir að minnka, þrátt fyrir töluvert hátt verð. „Markaðurinn er gríðarlega stór og hluti hans er tilbúinn að borga hærra verð fyrir fiskinn, ef vitað er að hann komi úr hreinum sjó í Norð- ur-Atlantshafi og sé veiddur úr sjálfbærum stofnum. Ég tel að markaðsfyrirtækin eigi að setja enn meiri kraft en verið hefur í að kynna íslenska fiskinn sem þessa hreinu og heilsusamlegu vöru. Ég er al- veg öruggur á því að við þurfum ekki að óttast að ís- lenskur fiskur sé orðinn of dýr, það er sem betur fer til fullt af fólki sem er tilbúið að borga hátt verð fyrir heil- næma og góða vöru. Í því liggur styrkur okkar Íslend- inga á erlendum mörkuðum,“ segir Þórir Matthíasson, for- stöðumaður sjávarútvegssviðs Viðskiptahússins. Þórir Matthíasson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs Viðskiptahússins (til vinstri), og Jóhann Magnús Ólafsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptahússins. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 28

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.