Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2006, Page 30

Ægir - 01.07.2006, Page 30
30 B L E I K J U F Ó Ð U R Árið 2005 hófst samstarfsverkefni á veg- um Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Hólaskóla-Háskólans á Hólum, Fóður- verksmiðjunnar Laxár hf. og Háskólans á Akureyri, sem ber heitið „Þróun bleikju- fóðurs“. Meginmarkmið þess er að fram- leiða ódýrt fóður fyrir bleikju til að lækka framleiðslukostnað og stuðla að aukinni arðsemi í bleikjueldi. Verkefnið er styrkt af AVS sjóðnum. Síðastliðið vor lauk fyrsta hluta verk- efnisins sem miðaði að því að auka hlut- fall próteina af plöntuuppruna í fóðrinu á kostnað fiskimjöls. Óhætt er að segja að niðurstöður hafi komið skemmtilega á óvart og gefi tilefni til aukinnar bjart- sýni bleikjubænda á Íslandi. Niðurstöður hafa verið birtar í lokaverkefni höfundar til BS prófs við Háskólann á Akureyri vorið 2006 (Útskipting fiskimjöls í fóður fyrir bleikju, Salvelinus alpinus). Bleikjueldi á Íslandi Upp úr 1990 fór áhugi á bleikjueldi að aukast á Íslandi og hefur framleiðsla á eldisbleikju aukist úr um 10 tonnum árið 1989 í 1670 tonn árið 2003. Framleiðslan drógst heldur saman árið 2005, en gert er ráð fyrir að hún muni nema rúmum 2000 tonnum árið 2006. Þessa aukningu má rekja til ýmissa þátta og ber þar helst að nefna gott verð á erlendum mörkuð- um sem hefur gert bleikjubúskap áhuga- verðan kost. Kynbættir eldisstofnar hafa sömuleiðis skilað aukinni hagræðingu, með meiri vaxtarhraða og auknum gæð- um afurða, auk þess sem þekking á bleikjueldi hefur aukist mikið. Íslending- ar eiga einnig því láni að fagna að hér á landi eru aðstæður frá náttúrunnar hendi afar hagstæðar til bleikjueldis, mikið af fersku, köldu vatni og möguleikar á nýt- ingu jarðhitavatns að vetrarlagi þar sem þess nýtur við. Þrátt fyrir miklar framfarir og fram- leiðsluaukningu innan greinarinnar eru ýmsir þættir sem reynst hafa bleikju- bændum erfiður ljár í þúfu og hafa ýtt undir rekstrarörðugleika greinarinnar í gegnum tíðina. Vandamál tengd mark- aðssetningu, fjarlægð frá mörkuðum og gengisbreytingar hafa mikil áhrif eins og í öðrum útflutningsgreinum. Fóðurkostn- aður er þó það sem hefur einna mest áhrif á rekstur bleikjueldisfyrirtækja en hann getur numið allt að 60% af heildar- framleiðslukostnaði og er því langstærsti einstaki kostnaðarliðurinn. Ástæður þessa má einna helst rekja til þess að fóður fyrir laxfiska er að stærstum hluta framleitt úr fiskimjöli og lýsi. Verð á þessum hráefnum hefur hækkað mjög á síðustu árum og náði fiskimjölsverð sögulegu hámarki í maí síðastliðnum. Spár gera ráð fyrir að ástandið sé viðvar- andi og að verð á fiskimjöli haldist áfram hátt, enda eftirspurn mikil. Veiðar á upp- sjávarfiski til bræðslu hafa dregist saman og olíukostnaður útgerða fer síhækk- andi. Það er því ljóst að enn eykst þrýst- ingur á að leita nýrra hráefna sem geta komið í stað fiskimjöls þótt ekki væri nema að hluta til. Verkefnið og skilyrði til árangurs Markmið verkefnisins er að þróa ódýrara fóður fyrir bleikju svo lækka megi fram- leiðslukostnað og auka arðsemi í bleikjueldi. Þetta verður þó ekki gert nema að uppfylltum þeim skilyrðum að fóðrið sé heilsusamlegt fiskinum, nýtist Árið 1989 var ársframleiðsla á eldisbleikju um tíu tonn, en framleiðslan var orðin 1670 tonn árið 2003. Lækkun fóðurkostnaðar í bleikjueldi aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 30

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.