Ægir - 01.07.2006, Side 32
32
B L E I K J U F Ó Ð U R
tíðkast einnig að reikna dagvöxt (SGR,
Specific Growth Rate) sem tekur tillit til
stærðardreifingar innan hópa og leiðrétt-
ir því upp að vissu marki skekkjur sem
kunna að hafa orðið vegna stærðardreif-
ingar innan hópa. Mynd 2 sýnir að fóður
sem innihélt aðeins fiskimjöl (SUPER)
kemur best út þegar dagvöxtur fiska er
skoðaður og kemur það lítið á óvart þar
sem það fóður er einna líkast náttúru-
legri fæðu bleikju. Hefðbundið vaxtar-
fóður (LF-23) gefur einnig góðan dag-
vöxt en það inniheldur hátt hlutfall fiski-
mjöls í viðbót við nokkurn hlut soya-
mjöls (18%). Þriðja besta dagvöxtinn gaf
Repja 28 fóðrið og var dagvöxtur fiska í
þeim hópi einungis 0,067% lakari en í
fiski sem fóðraður var með SUPER. Fóð-
ur með háu innihaldi soyamjöls (Soya
30) kom verst út eins og í þyngdarmæl-
ingum. Blanda af soya og repjumöli
(Mix) og Repja 14 lágu þarna mitt á milli
eins og í öðrum mælingum.
Fóðurstuðull er jafnan gefinn upp í
kílógrömmum og þýðir fóðurstuðull upp
á 1 að fyrir hvert kg af fóðri sem gefið er
vaxa fiskarnir um sömu þyngd. Hefð-
bundið vaxtarfóður fyrir bleikju (LF 23)
gaf bestan fóðurstuðull og Soya 30 þann
lakasta (Tafla 2).
Rannsóknir á eðliseiginleikum til-
raunafóðurs sýndu að sökkhraði og end-
ing voru að jafnaði góð. Íblöndun jurta-
próteina virtist ekki hafa teljandi áhrif á
eiginleika fóðursins en þó var fóður sem
innihélt hærra hlutfall fiskimjöls almennt
stöðugra og endingarbetra en munur var
ekki það mikill að það sé talið hafa
áhrif.
Í upphafi tilraunar voru gerðar efna-
greiningar á fiskholdi og tilraunafóðri til
að meta magn og hlutfall helstu þátta s.s
fitu, próteins, vatns og ösku (niðurstöður
ekki sýndar). Þegar tilraun lauk voru
holdsýni úr vöðvum tilraunafiska efna-
greind og gerður samanburður við nið-
urstöður efnagreininga á fiskholdi í upp-
hafi tilrauna. Niðurstöðurnar benda til
þess að hærra hlutfall plöntupróteina
hafi ekki áhrif á efnasamsetningu fis-
kvöðva hvað þessa þætti varðar. Sama
gildir um efnainnihald tilraunafóðurs því
breytileiki var lítill milli fóðurtegunda og
efnainnihald mjög svipað.
Helstu niðurstöður úr skynmatinu
voru að hold fiska sem fóðraðir voru
með SUPER fóðri var marktækt mýkra
(P<0.05) en hold þeirra fiska sem
fóðraðir voru á Repju 14, Repju 28 og LF
23 fórði. Moldar- og fúkkalykt var metin
marktækt meiri í SUPER hópnum saman-
borið við í Mix hópnum. Einnig var mjög
áhugavert að ekki greinist meiri munur í
skynmati á milli fóðurhópa þar sem um-
talsverður breytileiki var á fóðursamsetn-
ingu. Bragðmunur á milli fóðurhópa
reyndist ekki marktækur og samkvæmt
þeim niðurstöðum hefur allt að 30%
hlutfall plöntumjöls í fóðri ekki áhrif á
bragðgæði bleikju.
Lokaorð
Þessar fyrstu niðurstöður benda til þess
að repjumjöl sé hentugur próteingjafi í
fóður fyrir eldisbleikju þar sem tilrauna-
fiskarnir uxu vel á fóðri sem innihélt
28% repjumjöl. Þetta kemur nokkuð á
óvart þar sem mikil innblöndun plöntu-
próteina í fóðri hjá laxfiskum hefur yfir-
leitt haft í för með sér ýmis vandamál
s.s. minni vöxt og lakari fóðurstuðul.
Ástæður þess eru m.a þær að prótein af
plöntuuppruna innihalda töluvert magn
af svokölluðum andnæringarefnum sem
hafa slæm áhrif á efnaskipti og meltingu
fiskanna.
En hver er svo hugsanlegur ávinning-
ur af þessum niðurstöðum? Þó erfitt sé
að gefa upp einhverjar ákveðnar tölur,
m.a vegna síbreytilegs heimsmarkaðs-
verðs á hráefnum, er ljóst að hráefnis-
kostnaðar við fóðurgerðina lækkar um-
talsvert með 28% íblöndun repjumjöls.
Eins og staðan er í dag má gefa sér að
lækkun geti numið 10-15% sem verður
að teljast mjög gott. Niðurstöðurnar
benda því til þess að íslenskir bleikju-
bændur gætu náð fram umtalsverðri hag-
ræðingu með notkun repjufóðurs við
bleikjueldi. Það er þó alltaf undir því
komið að fóðurstuðull verði svipaður og
með hefðbundnu fóðri, og benda niður-
stöður verkefnisins til að svo sé.
Tilraunir í öðrum hluta verkefnisins
hófust nú í vor og miða þær að því að
lækka hlutfall lýsis í fóðri og bæta við
plöntuolíum í staðinn. Tilraunir verða
gerðar bæði á smáseiðum og stærri fiski
þar sem m.a verður fylgst með vexti og
fitusýruhlutfalli í holdi. Fyrirfram er ekki
talið ólíklegt að niðurstöður tilrauna
muni leiða í ljós óhagstæða fitusýrusam-
setningu holds (skynmat, fitusýrugrein-
ingar) og því er fyrirhugað að niðurfóðra
fiska, þ.e. fiskurinn verður að tilraun
lokinni fóðraður áfram á hefðbundnu
bleikjufóðri og kannað hve langan tíma
tekur að breyta fitusýrusamsetningu
holds. Ljóst er að gefi þessar tilraunir
góðan árangur, mun það enn frekar
auka bjartsýni manna á að hægt sé að
framleiða ódýrara fóður fyrir bleikju sem
mun skila sér í mikilli hagræðingu fyrir
bleikjubændur á Íslandi.
Höfundur greinarinnar er Bjarni Jónasson, nemandi í
rannsóknatengdu meistaranámi við Háskólann á Akur-
eyri.
Meðhöfundar eru Ólafur Sigurgeirsson, sérfræðingur við
fiskeldisdeild Hólaskóla -Háskólans á Hólum, Dr. Jón
Árnason, fóðurfræðingur hjá Laxá hf. og Rannveig
Björnsdóttir, deildarstjóri fiskeldisdeildar Rf og lektor við
Háskólann á Akureyri.
Heimildir
Bjarni Jónasson. 2006. Útskipting fiskimjöls í fóður fyrir
bleikju, Salvelinus alpinus. Ritgerð til BS prófs við
Auðlindadeild Háskólans á Akureyri vorið 2006.
Jón Árnason [Tölvupóstur og munnlegar heimildir]. Um
verð á plöntuhráefnum og próteinvirðingu. Ágúst
2006.
Refstie, S. (2000) Evaluating Soybean Meal as a Fish
Meal Substitude in Feeds for Atlantic Salmon and
Rainbow Trout. Doctor Scientiarum Theses: 12, 196
pp.
Valdimar Ingi Gunnarsson. (2004). Staða og framtíðará-
form í íslensku fiskeldi. Reykjavík: [Rafræn útgáfa]
Landbúnaðar og sjávarútvegsráðaneytið.
http://www.globefish.org/index.php?id=3015
http://www.lfh.is/hagtolur-eldid.htm
Stæður af fiskafóðri.
Á liðnu vori hófust tilraunir sem miða að því að lækka hlutfall lýsis í fóðrinu og bæta við plöntuolíum í staðinn.
Gefi þessar tilraunir góðan árangur mun það auka bjartsýni manna á að hægt sé að framleiða ódýrara fóður
fyrir bleikju.
aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 32