Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2006, Qupperneq 34

Ægir - 01.07.2006, Qupperneq 34
34 F J A R S K I P T I Í byrjun þessa árs gerðist Brimrún umboðsaðili fyrir Or- bit og býður nú skipum nýja fjarskiptaþjónustu, með svokölluðum V-SAT búnaði (sem er skammstöfun fyrir Very Small Aperture Term- inal), sem heitir AL-7103. Búnaðurinn veitir sam- band fyrir tal, tölvupóst og sítengt internet í gegnum gervihnetti og í sumum tilvik- um einnig sjónvarpssamband. Í ljós hefur komið að búnað- urinn veitir mjög öflugt sam- band í miklum gæðum, á mun hagstæðara verði en til þessa hefur verið í boði með öðrum gervitunglabúnaði. Í júlí s.l. var haldið nám- skeið hérlendis á vegum Or- bit fyrir starfsmenn Brimrún- ar, þar sem þessi fjarskipta- búnaður var kynntur. Í lok námskeiðsins var fyrsti V-SAT búnaðurinn settur upp í fiski- skipið Vigra RE, sem er gert út hér við land. Fyrirferðarlítill búnaður Í stórum dráttum er AL-7103 fjarskiptabúnaðurinn frá Orbit byggður á þremur öxlum sem hver um sig getur snúist 360°. Þetta gerir það að verkum að húsið utan um diskinn getur verið mun minna en þegar einungis er um einn arm að ræða. Þvermál disksins er 1,15 metrar, en búnaðurinn sjálfur er 1,16 metrar á hæð og þvermálið aðeins 1,28 metrar. Búnaðurinn er því mjög fyrirferðarlítill og auð- veldur í uppsetningu. Einnig hefur hann þann kost að hvergi er dauður punktur (keyholes) þar sem diskurinn þarf aldrei að vinda ofan af sér. Búnaðurinn er mjög hrað- virkur í skynjun á hreyfingum skipsins. Af þeim sökum er því vandalaust fyrir diskinn að halda hnettinum inni þeg- ar skipinu er snúið og sjólag versnar. Hægt er að vinna við allar stillingar búnaðarins um borð gegnum internetið og einnig í gegnum síma, sé nettenging ekki virk. Þannig er unnt að þjónusta búnaðinn úr landi. Þessi fjarskiptabúnaður, AL- 7103, er eini búnaðurinn sem samþykktur er af Eutelsat. Ólíkt öðrum sambærilegum búnaði, sem ekki er sam- þykktur af Eutelsat, getur AL- 7103 sent á meira afli en 8W, þar sem hliðarbylgjur (Side Lobes) eru í lágmarki og truflar hann því ekki nær- liggjandi hnetti. Búnaðurinn hefur innbyggt staðsetningar- tæki (GPS) og því þarf aðeins að tengja áttavita við hann. Góð reynsla um borð í Vigra Sem fyrr segir var AL-7103 búnaðurinn settur um borð í Vigra RE-71 í júlí sl. til reynslu. Skipið fór á veiðar 17. júlí og kom aftur í land 20. ágúst sl. Samkvæmt upplýsingum skipverja á Vigra er óhætt að segja að góð reynsla hafi fengist af notkun búnaðarins. Við búnaðinn var tengt IP box, sem gerði skipverjum kleift að tala yfir internetið, en gerð var tilraun með tvö IP-símanúmer, annað íslenskt og hitt breskt. Internetútvarp var tengt við kerfið og gátu áhafnar- meðlimir hlustað á allar þær nítján íslensku útvarpsrásrásir sem unnt er að ná í gegnum netið. Sjónvarpsefni sem ligg- ur á netinu, t.d. á www.ruv.is skilaði sér vel - t.d. fylgdust menn vel með bæði fréttum og Kastljósi. Þá sóttu menn að sjálf- sögðu vefefni dagblaðanna - t.d. Morgunblaðsins og DV. Vefmyndavélin virkaði vel Notkun vefmyndavélar gaf góða raun. Mest voru teknar niður myndir frá tveimur vél- um, annarri frá Íslandi og hinni frá Kanada. Þá gekk notkun á bæði MSN og Skype mjög vel. Prófað var að tengja vefmyndavélina við notkun á báðum þessum for- ritum og gekk það mjög vel. Vel gekk að vafra á net- inu, t.d. gengu aðgerðir í heimabanka prýðilega. Af þeirri reynslu sem fékkst um borð í Vigra hefur hér vafalaust verið tekið nýtt framfaraskref í fjarskiptatækni um borð í fiskiskipum, sem miðar að því að færa skipin nær atburðum líðandi stundar í landi, með hjálp internets- ins. Og fyrir umtalsvert lægri fjármuni en til þessa. Þess má að lokum geta að áður hefur Brimrún sett sams- konar búnað upp í nokkrum skipum, sem eru gerð út er- lendis. Nýr V-SAT fjarskiptabúnaður frá Orbit gefur góða raun: Veitir öflugt internetsamband - á mun hagstæðara verði en hefur verið í boði til þessa Nú er Vigri í sinna annarri veiðiferð, staddur í síldarsmugunni, nánar tiltekið á 72°34´ norðlægrar breiddar og 07°56´ austlægrar lengdar og sambandið er jafngott og áður. Umræddur fjarskiptabúnaður frá Orbit - AL-7103. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:43 AM Page 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.