Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2006, Page 67

Ægir - 01.07.2006, Page 67
67 F Y R I R T Æ K I Marel hf. hefur keypt danska matvælavélaframleiðslufyrir- tækið Scanvaegt og þar með verður til öflugt fyrirtæki á al- þjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvæla- iðnað. Marel og Scanvaegt hafa verið á sama markaði, í fram- leiðslu voga, flokkara, úr- beiningar- og snyrtiflæðilína, tölvustýrðra skurðarvéla og hugbúnaðar til framleiðslu- stýringar í matvælaiðnaði. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verður þriðji stærsti hlut- hafi fyrirtækisins. Með þessum kaupum og nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford mun velta Marel samstæð- unnar aukast um ríflega 100% á árinu 2006. Lárus Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, fram- kvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfs- menn, þar af um 350 á Ís- landi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfs- manna á yfir 30 söluskrifstof- um víða um heim. Marel eflist Stjórnendur Marels og Scanvaegt. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:43 AM Page 67

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.