Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2006, Qupperneq 73

Ægir - 01.07.2006, Qupperneq 73
73 Ú T G E R Ð I N „Við vitum hverjar aflaheim- ildirnar eru, en hins vegar er uppi mikil óvissa í loðnunni og allir vita um stöðuna í rækjunni og skelinni. Hvað einstakar tegundir varðar eru ekki mikil frávik frá fiskveiði- árinu 2005-2006, en hinar breytilegu stærðir eru fyrst og fremst gengið og afurðaverð. Ég held að þegar á heildina er litið megi reikna með betri tíð á nýju fiskveiðiári en því síðasta, en það er vitaskuld háð því að gengið verði í lagi, þ.e. að gengisvísitalan verði á bilinu 130-140 sem má telja jafnvægisgengi, og loðnan skili sér, „ segir Frið- rik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Gengisþróunin er afgerandi þáttur Friðrik segir að gengisþróun- in ráði gríðarlega miklu um afkomu sjávarútvegsfyrirtækj- anna og því sé mikilvægt að það fari að leita jafnvægis. Sveiflur í þessum efnum séu mjög skaðleg fyrir rekstur einstakra fyrirtækja og grein- arinnar í heild. Í ólgusjó gengisins og á tímum hás ol- íuverð sé engin spurning að hátt afurðaverð hafi bjargað miklu. Friðrik segir að í sínum huga sé aðlögunarhæfni sjáv- arútvegsins aðdáunarverð. „Ef við hefðum lent í sambæri- legum hremmingum með loðnuna fyrir tuttugu árum eða svo má segja að allt væri í kalda koli. En uppsjávar- veiðifyrirtækin hafa geta brugðist við þessum aðstæð- um og þar hefur frystingin í landi og um borð í nýju vinnsluskipunum skipt sköp- um. En það er samt alveg ljóst að ef við hefðum verið að fá eðlilegar loðnuvertíðir væri afkoma þeirra fyrirtækja sem stunda loðnuveiðarnar mun betri.“ Stærri og öflugri útgerðir Á undanförnum árum hefur orðið mikil endurnýjun í upp- sjávarveiðiflotanum, síðast kom Margrét EA inn í rekstur hjá Samherja á liðnu sumri. Jafnframt er smám saman að fækka minni útgerðum í upp- sjávarveiðinni. Þannig hefur komið fram að útgerð Langa- ness á Húsavík hefur verið seld til Hornafjarðar og útgerð Súlunnar á Akureyri fer innan fárra mánaða undir Síldar- vinnsluna. Friðrik segir að þessi þróun sé út af fyrir sig ekki óeðileg, ekki síst þegar hafðar eru í huga þær miklu sveiflur sem hafa verið í loðn- unni, sem uppsjávarveiðifyrir- tækin byggi að stórum hluta sína afkomu á. Fyrirtækin sem eru bæði í veiðum og vinnslu eru betur í stakk búin til að mæta þessum aðstæðum. „Það liggur fyrir að uppsjávar- flotinn okkar var að stórum hluta úreltur fyrir aðeins tíu árum síðan og við þurftum stærri og öflugari skip og að sjálfsögðu er það svo að eftir því sem skipin verða öflugari og stærri þarf færri skip. Í því liggur vissulega mikil hag- kvæmni, þó svo að fjárbind- ingin í þessum stóru skipum sé mikil. Við sjáum þetta líka gerast í togveiðiflotanum og er þá skemmst að minnast samninganna sem Þormóður ramm-Sæberg hefur gert um smíði á tveimur gríðarlega öfl- ugum skipum í Noregi. Þau skip koma til með að afkasta því sem núverandi skip fyrir- tækisins eru að taka og ef horft er lengra til baka koma þau í raun í stað mun fleiri skipa í Ólafsfirði og á Siglu- firði, því aflaheimildir hafa verið sameinaðar á núverandi skip Þormóðs ramma-Sæbergs af mun fleiri skipum og bát- um. Þetta dæmi sýnir ákveðna þróun og aðlögunar- hæfni sjávarútvegsins. Fyrir- tækin leita hagkvæmustu lausna og um leið leggja þau áherslu á að bæta aðbúnað áhafnanna um borð. En vissu- lega er þetta mikil fjárfesting.“ Umræðan um togveiðarnar Á undanförnum árum hefur vaxið hröðum skrefum um- ræða um togveiðar á heims- höfunum og þær raddir heyr- ast að ekki sé langt í að þær verði bannaðar. Friðrik segir það rétt að þessi umræða sé vissulega í gangi og full ástæða sé til þess að taka Horfum fram á betri tíð - segir Friðrik J. Arngrímsson, en bendir á óvissu um gengisþróunina og loðnuveiðar Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:43 AM Page 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.