Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 9
9
F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N
ólögmætum hætti, þ.e. skip B
hafði aflað sér veiðireynslu í
skötusel á tímabilinu 1. júní
til 16. ágúst 2001 en ekki var
tekið tillit til þessa við úthlut-
un aflahlutdeildar í tegund-
inni.
Viðbótaraflahlutdeildir í þorski
Úthlutun viðbótaraflahlut-
deildar til báta í aflamarki,
sem voru minni en 10 brl. eða
10 brúttótonn 1. janúar 1991
eða 1. desember 1998, var
ákveðin frá og með fiskveiði-
árinu 1999/2000, sbr. 2. mgr.
bráðabirgðaákvæðis III laga
nr. 1/1999 eins og því ákvæði
var breytt með d-lið 4. gr. laga
nr. 9/1999. Þeir bátar sem
féllu undir þessa skilgreiningu
skyldu fá 5% viðbót við afla-
hlutdeildarstöðu sína 1. sept-
ember 1999 miðað við stöðu
sína 1. desember 1998 að
uppfylltum þeim skilyrðum
annars vegar að þeir hefðu
sömu eða meiri aflahlutdeild í
þorski 1. september 1999 en
1. desember 1998 og hins
vegar að þeir hefðu landað
þorskafla á fiskveiðiárinu
1996/1997 eða 1997/1998.6)
Þessi úthlutun þorskaflahlut-
deildar til lítilla aflamarksbáta
var ein þeirra breytinga sem
gripið var til á úthlutunarkerfi
aflaheimilda í kjölfar veiði-
leyfadóms Hæstaréttar í des-
ember 1998. Önnur úthlutun
af sambærilegum toga var
reist á bráðabirgðaákvæði III
laga nr. 9/1999, sbr. a-lið 4.
gr. laga nr. 9/1999.
Með síðastnefndu laga-
ákvæðunum var komið á
3.000 lesta þorskpotti sem
ætlað var að auka möguleika
útgerða skipa sem hefðu lága
aflahlutdeild í þorski.7) Þess-
um aflaheimildum var úthlut-
að árlega á fiskveiðiárunum
1999/2000 til 2005/2006 en
þessi sérúthlutun var síðan af-
numin fyrir upphafi fiskveiði-
ársins 2006/2007 með bráða-
birgðaákvæði laga nr.
41/2006. Til að koma til móts
við þær útgerðir sem stundað
höfðu veiðar á þessum laga-
grundvelli var viðbótarafla-
hlutdeild í þorski úthlutað til
þeirra.8)
Karfaaflahlutdeild skipt í
tvennt, gullkarfa og djúpkarfa
Með bráðabirgðaákvæði II
laga nr. 22/2010 var aflahlut-
deild í karfa skipt upp í tvær
tegundir, annars vegar gull-
karfa og hins vegar djúpk-
arfa.9) Samkvæmt ákvæðinu
skal aflahlutdeild hvers skips
í hvorum stofni vera sú sama
og hún var í karfa hjá við-
komandi skipi 1. febrúar
2010. Frá þessu voru þó
gerðar undantekningar sem
ekki þykir ástæða til að rekja.
Skiptingin kemur til fram-
kvæmda á fiskveiðiárinu
2010/2011.
Krókaaflahlutdeildir
Það voru myndaðar króka-
aflahlutdeildir í nokkrum
verðmætum botnfisktegund-
um á árunum 1999-2004. Þær
úthlutanir höfðu að sjálf-
sögðu áhrif á stöðu aflahlut-
deildarskipa þar sem með
þeim var hlutfallslegur fisk-
veiðiréttur krókabáta aukinn
miðað við það sem áður var
reiknað með. Vikið verður
nánar að þessu í næstu grein
þegar fjallað verður um fisk-
veiðiréttindi krókabáta.
Afnám úthafsrækjuaflahlut-
deildar
Fyrir skömmu gaf ráðherra út
reglugerð um leyfilegan
heildarafla á fiskveiðiárinu
2010/2011. Á grundvelli
reglugerðarinnar var aflahlut-
Höfundur er sérfræðingur hjá
Lagastofnun Háskóla Íslands.
Skoðanir sem kunna koma fram
í greininni lýsa viðhorfum höf-
undar en ekki stofnunarinnar.
Helgi Áss Grétarsson