Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 9

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 9
9 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N ólögmætum hætti, þ.e. skip B hafði aflað sér veiðireynslu í skötusel á tímabilinu 1. júní til 16. ágúst 2001 en ekki var tekið tillit til þessa við úthlut- un aflahlutdeildar í tegund- inni. Viðbótaraflahlutdeildir í þorski Úthlutun viðbótaraflahlut- deildar til báta í aflamarki, sem voru minni en 10 brl. eða 10 brúttótonn 1. janúar 1991 eða 1. desember 1998, var ákveðin frá og með fiskveiði- árinu 1999/2000, sbr. 2. mgr. bráðabirgðaákvæðis III laga nr. 1/1999 eins og því ákvæði var breytt með d-lið 4. gr. laga nr. 9/1999. Þeir bátar sem féllu undir þessa skilgreiningu skyldu fá 5% viðbót við afla- hlutdeildarstöðu sína 1. sept- ember 1999 miðað við stöðu sína 1. desember 1998 að uppfylltum þeim skilyrðum annars vegar að þeir hefðu sömu eða meiri aflahlutdeild í þorski 1. september 1999 en 1. desember 1998 og hins vegar að þeir hefðu landað þorskafla á fiskveiðiárinu 1996/1997 eða 1997/1998.6) Þessi úthlutun þorskaflahlut- deildar til lítilla aflamarksbáta var ein þeirra breytinga sem gripið var til á úthlutunarkerfi aflaheimilda í kjölfar veiði- leyfadóms Hæstaréttar í des- ember 1998. Önnur úthlutun af sambærilegum toga var reist á bráðabirgðaákvæði III laga nr. 9/1999, sbr. a-lið 4. gr. laga nr. 9/1999. Með síðastnefndu laga- ákvæðunum var komið á 3.000 lesta þorskpotti sem ætlað var að auka möguleika útgerða skipa sem hefðu lága aflahlutdeild í þorski.7) Þess- um aflaheimildum var úthlut- að árlega á fiskveiðiárunum 1999/2000 til 2005/2006 en þessi sérúthlutun var síðan af- numin fyrir upphafi fiskveiði- ársins 2006/2007 með bráða- birgðaákvæði laga nr. 41/2006. Til að koma til móts við þær útgerðir sem stundað höfðu veiðar á þessum laga- grundvelli var viðbótarafla- hlutdeild í þorski úthlutað til þeirra.8) Karfaaflahlutdeild skipt í tvennt, gullkarfa og djúpkarfa Með bráðabirgðaákvæði II laga nr. 22/2010 var aflahlut- deild í karfa skipt upp í tvær tegundir, annars vegar gull- karfa og hins vegar djúpk- arfa.9) Samkvæmt ákvæðinu skal aflahlutdeild hvers skips í hvorum stofni vera sú sama og hún var í karfa hjá við- komandi skipi 1. febrúar 2010. Frá þessu voru þó gerðar undantekningar sem ekki þykir ástæða til að rekja. Skiptingin kemur til fram- kvæmda á fiskveiðiárinu 2010/2011. Krókaaflahlutdeildir Það voru myndaðar króka- aflahlutdeildir í nokkrum verðmætum botnfisktegund- um á árunum 1999-2004. Þær úthlutanir höfðu að sjálf- sögðu áhrif á stöðu aflahlut- deildarskipa þar sem með þeim var hlutfallslegur fisk- veiðiréttur krókabáta aukinn miðað við það sem áður var reiknað með. Vikið verður nánar að þessu í næstu grein þegar fjallað verður um fisk- veiðiréttindi krókabáta. Afnám úthafsrækjuaflahlut- deildar Fyrir skömmu gaf ráðherra út reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2010/2011. Á grundvelli reglugerðarinnar var aflahlut- Höfundur er sérfræðingur hjá Lagastofnun Háskóla Íslands. Skoðanir sem kunna koma fram í greininni lýsa viðhorfum höf- undar en ekki stofnunarinnar. Helgi Áss Grétarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.