Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 8
8 Þegar ný tegund hefur bæst við aflamarkskerfið innan efnahagslögsögunnar á tíma- bilinu 1999-2010 hefur sú meginregla gilt að skipta skuli aflahlutdeildum á milli einstakra fiskiskipa í viðkom- andi tegund miðað við veiði- reynslu á þremur veiðitímabil- um á undan (viðmiðunartíma- bil). Sambærileg viðmið hafa gilt samkvæmt úthafsveiðilög- unum nr. 151/1996, þ.e. aflahlutdeild hvers skips skal reiknuð út frá þremur bestu veiðitímabilunum á síðustu sex veiðitímabilum (viðmiðun- artímabil).1) Frá þessum við- miðunum hafa ýmsar undan- tekningar verið gerðar. Eigi að síður má segja að fiskveiði- stjórnin hafi verið reist á meg- inreglum aflamarkskerfisins, þ.e. einstaka útgerðir fiski- skipa hafa hlutdeild í tiltekn- um nytjastofnum og þessi aflahlutdeild, sem og afla- markið, eru framseljanleg réttindi að vissum skilyrðum uppfylltum. Nú verður gerð grein fyrir myndun aflahlutdeilda í nokkrum tegundum nytja- stofna á tímabilinu 1999- 2010.2) Myndun aflahlutdeilda í fjór- um botnfisktegundum innan efnahagslögsögunnar Á grundvelli 1. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, sbr. nú 1. mgr. 9. gr. sömu laga nr. 116/2006,3) var aflahlutdeild úthlutað í þykk- valúru sumarið 1999 og grundvallaðist úthlutunin á veiðireynslu fiskiskipa á tíma- bilinu 1. júní 1996-31. maí 1999.4) Aflahlutdeild var út- hlutað í tegundunum keilu, löngu og skötusel 16. ágúst 2001 og grundvallaðist úthlut- unin á veiðireynslu fiskiskipa á tímabilinu 1. júní 1998 til 31. maí 2001.5) Um myndun aflahlutdeildar í löngu, keilu og skötusel spruttu upp dómsmál. Í Hrd. 2006, bls. 866 (mál nr. 371/2005) voru málavextir þeir að skip í eigu útgerðar- félagsins S hafði stundað veiðar á löngu og keilu á tímabilinu 1. júní 2001 til 16. ágúst 2001. Aflareynsla skips- ins á þessu tímabili var ekki metin þegar aflahlutdeild var úthlutað í tegundunum. Af hálfu félagsins var því m.a. haldið fram að reglugerðar- ákvæði, sem kvað á um við- miðunartímabilið, væri and- stætt fyrrnefndri 1. mgr. 8. gr. fiskveiðistjórnlaganna. Meiri- hluti Hæstaréttar taldi að veiðar á keilu og löngu færu fram án tillits til sérstakra veiðitímabila og því bæri að túlka lagaákvæðið þannig að það kvæði á um aflareynslu síðustu þriggja ára. Í ljósi þess að tveir og hálfur mán- uður leið frá lokum viðmið- unartímabilsins og þar til reglugerð var sett um skipt- ingu aflahlutdeildarinnar, var reglugerðarákvæðið að þessu leyti talið ólöglegt. Fallist var því á kröfu S þess efnis að ís- lenska ríkið væri skaðabóta- skylt, þ.e. S átti rétt á bótum er nam tjóni þess sökum þess að aflareynsla þess í keilu og löngu á tímabilinu 1. júní til 16. ágúst 2001 hafi ekki verið metin. Sama niðurstaða varð vegna úthlutunarinnar í skötusel, sbr. dóm Hæstarétt- ar frá 8. október 2009 í máli nr. 39/2009. Niðurstaða dómsins varð sú að íslenska ríkinu bæri að greiða útgerð- arfélaginu B yfir 25 milljónir króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem það hafði orð- ið fyrir sökum þess að veiði- reynslutímabilið í skötusel hafi verið afmarkað með Myndun aflahlutdeilda 1999-2010 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N „Kjarni málsins hér er að aflahlutdeildarfyrirkomulagið hefur að fenginni langri reynslu, verið talið það fyrirkomulag fiskveiða í atvinnuskyni sem er líklegast að skila þjóðarbúinu arði. Það verður að teljast lögmætt, við upptöku slíks kerfis, að taka tillit til þeirra atvinnuhagsmuna sem eru til staðar við nýtingu á einstökum nytjastofnum, áður en kerfið er tekið upp,“ segir greinar- höfundur. Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Legur og leguhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.