Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 24
24 verkþáttur en einnig gætum við hagrætt með aukinni vél- væðingu,“ segir hann. Lifandi alla leið til neytand- ans Þegar skelin er uppskorin af línunum úti á sjó er hún geymd í sjó í kerum inni í húsi fram að vinnslu. Víðir segir mikilvægt að hafa í huga að skelin er lifandi í gegnum allt þetta ferli og er raunar lifandi í gegnum vinnsluna og geymslu í bökk- um í verslunum. Semsagt ferskvara allt þar til í pott neytandans er komið. „Þetta er mjög mikilvægt að undirstrika. Það eru til skelvinnslur erlendis sem sjóða skelina og vinna þannig í pakkningar til frystingar. Við einbeitum okkur hins vegar að ferskvinnslunni og höfum náð ágætum árangri með að auka geymsluþolið. Það ger- um við með því að bæta meðferðina á skelinni í geng- um vinnsluna því staðreyndin er sú að ef skelin „stressast“ upp í vinnslunni þá geymist hún skemur,“ segir Víðir en í plastbökkunum geymist skel- in í um 11 sólarhringa. Hreinleikinn okkar tækifæri Eins og áður segir eru helstu markaðir Norðurskeljar í Belgíu þar sem mikil hefð er fyrir neyslu bláskeljar. Víðir segir bláskeljarækt þekkta víða um heim og til að mynda hafi Chile aukið um- talsvert hlut sinn á markaðn- um. Að sama skapi hafi t.d. Danir dregið úr framleiðsl- unni, fyrst og fremst vegna mengunar og verri aðstæðna í sjónum við strandlengjuna. Í þessu segir hann sóknarfærin liggja fyrir bláskeljarækt á Ís- landi. „Hreinleikinn í sjónum er okkar tækifæri. Hér höfum við marga firði og flóa sem hægt er að nýta í bláskelja- rækt og ég skora á stjórnvöld að opna augun fyrir því að bláskeljaræktin hefur af öllum þeim kostum að státa sem nú eiga upp á pallborðið. Mannaflsfrek starfsemi, hrein- leiki, sjálfbærni, lítil orku- notkun og svo framvegis. Ég leyni því ekki að mér þótti þessi metnaður stjórnvalda ekki merkjanlegur nýlega þegar stórhækkuð voru gjöld á okkur fyrir úrvinnslu sjó- sýna. Það var einfaldlega skattur sem lagður var á okk- ur - þrátt fyrir að okkur sé klappað reglulega á bakið fyrir hversu jákvæð þessi at- vinnunýsköpun sé.“ Erum agnarsmáir á heims- markaði Heimsframleiðsla á bláskel er rösklega hálf önnur milljón tonna og þar fara Kínverjar fremstir í flokki með um helming framleiðslunnar. Víðir segir augljóst að fyrir- tæki uppi á Íslandi sem fram- leiði fáein hundruð tonn skipti litlu fyrir markaðinn. „Eins og ég sagði áðan eigum við tækifæri á þessum markaði og munum aldrei verða svo stórir í bláskelja- rækt hér á landi að það hafi einhver áhrif á heimsmark- aðnum. Markaðurinn er fyrir hendi en við verðum hins vegar að fá fleiri í greinina til að við getum unnið saman og tryggt kaupendum okkar öryggi í afhendingu. Það styrkir okkur alla. Og svo finnst mér ekki síður áhuga- vert tækifæri liggja í því að fá Íslendinga til að borða meira af bláskel. Margir hafa sagt við mig að hér sé engin hefð fyrir neyslu á bláskel en ég vil snúa þessu við og segja að einmitt þess vegna sé tækifærið fyrir hendi. Og ég finn fyrir því bæði á kynning- um og í sölu í verslunum hér heima að Íslendingar eru mjög tilbúnir til að kynna sér þetta hráefni. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því við hófum að pakka í neytenda- umbúðir höfum við séð jafna aukningu í sölu og innlendi markaðurinn er því farinn að skipta okkur máli. Þess vegna munum við á komandi mán- uðum efla okkar kynningar- starf hérlendis og sýna lands- mönnum fram á að bláskel er bæði fljótlegur skyndibiti og stútfullur af hollustu,“ segir Víðir Björnsson, fram- kvæmdastjóri Norðurskeljar í Hrísey. B L Á S K E L J A R Æ K T Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.