Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 58

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 58
58 S J Ó M E N N S K A N „Ég er eiginlega bara orðlaus enn. Þetta tókst framar öllum vonum,“ segir Sæmundur Pálsson, togarasjómaður til fjölda ára, sem hafði veg og vanda af því að koma á fót hátíð í sumar fyrir þá sjómenn sem á sínum tíma voru á ís- lensku síðutogurunum. Í stuttu máli sagt var sem eldur færi um sinu því áhugi á há- tíðinni var strax mikill þegar hugmyndin var fyrst kynnt í fyrravetur. Hátíðin var haldin á Akureyri fyrstu dagana í júlí og tóku rúmlega 200 manns þátt í henni. Og nú er áform- að að endurtaka leikinn að ári. „Þetta hefði mig aldrei dreymt um fyrirfram. Þarna voru að hittast heilu áhafnirn- ar í fyrsta skipti frá síðutog- araárunum og þú getur rétt ímyndað þér hvernig sú upp- lifun var fyrir marga. Menn höfðu margt að spjalla og rifja upp frá gamalli tíð,“ segir Sæmundur. Dagskrá hátíðarinnar stóð í einn dag, laugardaginn 3. júlí. Hún hófst með hátíð- arguðsþjónustu í Glerárkirkju og að henni lokinni var blómsveigur lagður að minn- isvarða um drukknaða sjó- menn sem er við kirkjuna. Að því loknu var hátíðarmáls- verður í matsal Brims á Akur- eyri, gamla ÚA salnum sem margir þekkja, og síðan ýmis- legt til gamans gert, þar á meðal farið í siglingu á Húna II, stærsta eikarbát sem enn er í flota Íslendinga. Fór vel á því, enda Þorsteinn Péturs- son, einn aðal baráttumaður- inn fyrir varðveislu Húna meðal þeirra sem áttu stóran þátt í að hátíð gömlu togara- jaxlanna varð að veruleika. „Hugmyndin var í upphafi sú að samkoman yrði um borð í Húna og að við færum í siglingu, grilluðum saman um borð og rifjuðum upp gamla tíma. En svo vatt þetta heldur betur upp á sig í fjölda en það voru allir boðn- Gamlir síðutogarasjómenn hittust á Akureyri í sumar: Orðlaus yfir þátttökunni – segir Sæmundur Pálsson, sem skipulagði viðburðinn – ráðgert að endurtaka leikinn að ári Ragnar Franzson og Jónas Þorsteinsson í hátíðarathöfn í Glerárkirkju. Þeir lögðu blómsveig að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Eins og sjá má var fjölmennt á hátíðinni og margir að hittast í fyrsta sinn frá síðutogaraárunum. Myndir: Þorgeir Baldursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.