Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2010, Side 58

Ægir - 01.07.2010, Side 58
58 S J Ó M E N N S K A N „Ég er eiginlega bara orðlaus enn. Þetta tókst framar öllum vonum,“ segir Sæmundur Pálsson, togarasjómaður til fjölda ára, sem hafði veg og vanda af því að koma á fót hátíð í sumar fyrir þá sjómenn sem á sínum tíma voru á ís- lensku síðutogurunum. Í stuttu máli sagt var sem eldur færi um sinu því áhugi á há- tíðinni var strax mikill þegar hugmyndin var fyrst kynnt í fyrravetur. Hátíðin var haldin á Akureyri fyrstu dagana í júlí og tóku rúmlega 200 manns þátt í henni. Og nú er áform- að að endurtaka leikinn að ári. „Þetta hefði mig aldrei dreymt um fyrirfram. Þarna voru að hittast heilu áhafnirn- ar í fyrsta skipti frá síðutog- araárunum og þú getur rétt ímyndað þér hvernig sú upp- lifun var fyrir marga. Menn höfðu margt að spjalla og rifja upp frá gamalli tíð,“ segir Sæmundur. Dagskrá hátíðarinnar stóð í einn dag, laugardaginn 3. júlí. Hún hófst með hátíð- arguðsþjónustu í Glerárkirkju og að henni lokinni var blómsveigur lagður að minn- isvarða um drukknaða sjó- menn sem er við kirkjuna. Að því loknu var hátíðarmáls- verður í matsal Brims á Akur- eyri, gamla ÚA salnum sem margir þekkja, og síðan ýmis- legt til gamans gert, þar á meðal farið í siglingu á Húna II, stærsta eikarbát sem enn er í flota Íslendinga. Fór vel á því, enda Þorsteinn Péturs- son, einn aðal baráttumaður- inn fyrir varðveislu Húna meðal þeirra sem áttu stóran þátt í að hátíð gömlu togara- jaxlanna varð að veruleika. „Hugmyndin var í upphafi sú að samkoman yrði um borð í Húna og að við færum í siglingu, grilluðum saman um borð og rifjuðum upp gamla tíma. En svo vatt þetta heldur betur upp á sig í fjölda en það voru allir boðn- Gamlir síðutogarasjómenn hittust á Akureyri í sumar: Orðlaus yfir þátttökunni – segir Sæmundur Pálsson, sem skipulagði viðburðinn – ráðgert að endurtaka leikinn að ári Ragnar Franzson og Jónas Þorsteinsson í hátíðarathöfn í Glerárkirkju. Þeir lögðu blómsveig að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Eins og sjá má var fjölmennt á hátíðinni og margir að hittast í fyrsta sinn frá síðutogaraárunum. Myndir: Þorgeir Baldursson

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.