Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 12
12
grundvelli aflareynslu þeirra á
tilteknu árabili. Á árunum
2008 og 2009 voru eins konar
„ólympískar“ veiðar stundað-
ar, þ.e. veiðar voru stöðvaðar
þegar tilteknum heildarafla
var náð. Slíkt fyrirkomulag
leiðir óhjákvæmilega til kapp-
hlaups um takmarkaðan
heildarafla og eykur líkur á
óhagkvæmum veiðum, þ.e.
of margir stunda veiðarnar
með of miklum tilkostnaði
ásamt því að verðmæti aflans
verður að öllum líkindum
töluvert lægra en ella.14)
Ályktanir
Eins og framangreint gefur til
kynna hefur íslensk fiskveiði-
stjórn á árabilinu 1999-2010
að verulegu leyti stuðst við
aflahlutdeildarkerfið þar sem
upphafleg skipting aflahlut-
deilda hefur miðast við veiði-
reynslu einstakra fiskiskipa
árin á undan. Þetta löggjafar-
sjónarmið byggir m.a. á að
með þessu sé tekið tillit til
„hagsmuna af atvinnu og fjár-
festingum, sem bundnir hafa
verið sjávarútvegi, og til
reynslu og þekkingar því
samfara“ eins og segir í Vat-
neyrardómi Hæstaréttar.
Einnig styðst „sú tilhögun að
aflaheimildir séu varanlegar
og framseljanlegar við þau
rök að með þessu sé mönn-
um gert kleift að gera áætlan-
ir um starfsemi sína til lengri
tíma og auka eða minnka
aflaheimildir sínar í ein-
stökum tegundum eftir því,
sem hentar hverju sinni“, sbr.
aftur ummæli Hæstaréttar í
Vatneyrarmálinu. Fiskveiði-
stjórnlögin eru þannig reist „á
því mati, að sú hagkvæmni,
sem leiði af varanleika afla-
hlutdeildar og heimildum til
framsals hennar og aflamarks,
leiði til arðbærrar nýtingar
fiskstofna fyrir þjóðarbúið“,
sbr. enn á ný Vatneyrardóm
Hæstaréttar.15)
Kjarni málsins hér er að
aflahlutdeildarfyrirkomulagið
hefur að fenginni langri
reynslu, verið talið það fyrir-
komulag fiskveiða í atvinnu-
skyni sem er líklegast að skila
þjóðarbúinu arði. Það verður
að teljast lögmætt, við upp-
töku slíks kerfis, að taka tillit
til þeirra atvinnuhagsmuna
sem eru til staðar við nýtingu
á einstökum nytjastofnum,
áður en kerfið er tekið upp.
Úthlutun aflahlutdeilda á
grundvelli aflareynslu ein-
stakra skipa á tilteknu við-
miðunartímabili er því lögleg
leið til að ná þeim markmið-
um sem að er stefnt. Það
haggar því þó ekki að aðrar
leiðir hefðu einnig komið til
greina, sbr. ummæli Hæsta-
réttar þess efnis í Vatneyrar-
dómnum.16)
Tilvísanir
1) Sjá 2. mgr. 5. gr. og 2. mgr. 6. gr.
úthafsveiðilaganna.
2) Í eldri greinum hefur verið gerð
skil á reglum um skiptingu afla-
heimilda fram til ársloka 1998.
3) Þetta hefur grundvallast á 1. mgr. 8.
gr. laga um stjórn fiskveiða nr.
38/1990, sbr. nú 1. mgr. 9. gr.
sömu laga nr. 116/2006 en ákvæð-
ið er svohljóðandi: „Verði veiðar
takmarkaðar skv. 3. gr. á tegundum
sjávardýra sem samfelld veiði-
reynsla er á, en ekki hafa áður ver-
ið bundnar ákvæðum um leyfðan
heildarafla, skal aflahlutdeild út-
hlutað á grundvelli aflareynslu síð-
ustu þriggja veiðitímabila. Hafi skip
sem aflareynsla er bundin við, sbr.
1. málsl., horfið úr rekstri þegar út-
hlutun á sér stað er síðasta eiganda
skipsins áður en það hvarf úr
rekstri heimilt að ákveða á hvaða
skip sú hlutdeild skuli skráð“.
4) Sjá 1. gr. reglugerðar um úthlutun
aflahlutdeildar í þykkvalúru nr.
391/1999.
5) Sjá bráðabirgðaákvæði reglugerðar
um veiðar í atvinnuskyni fiskveiði-
árið 2001/2002 nr. 631/2001
6) Þessi úthlutun nam samtals tæpum
0,3 prósentustigum af leyfilegum
heildarafla í þorski. Eðli málsins
samkvæmt voru þessi prósentustig
tekin frá öðrum útgerðum sem
voru í aflamarkskerfinu.
7) Breytingar voru gerðar á þessum
sérstaka þorskpotti með 5. og 14.
gr. laga nr. 85/2002 sem gerðu m.a.
að verkum að hann stækkaði að-
eins eða um 50 tonn að meðaltali á
ári.
8) Viðbótaraflahlutdeildin í þorski
sem af þessu leiddi nam 1,33 pró-
sentustigum.
9) Frá fiskveiðiárinu 1994/1995 mælti
Hafrannsóknarstofnun með því að
leyfilegum heildarafla í karfa væri
tvískipt, annars vegar vegna veiða
á gullkarfa og hins vegar vegna
veiða á djúpkarfa. Í samræmi við
það gaf stofnunin út aflaráðgjöf
eins og um tvo aðskilda stofna
væri að ræða. Eigi að síður var
haldið áfram að gefa út árlegan
leyfilegan heildarafla í karfa eins
og um einn stofn væri að ræða.
Þetta tekur breytingum frá og með
1. september 2010 þegar fiskveiði-
árið 2010/2011 gengur í garð.
10) Leyfilegur heildarafli í úthafsrækju
hefur verið gefinn út síðan árið
1988 að fengnum ráðleggingum
Hafrannsóknarstofnunarinnar. Fyrir
fiskveiðiárið 2010/2011 mælti stofn-
unin með því að leyfilegur heildar-
afli yrði ákveðinn 7.000 tonn. Að
mati fiskifræðinga er því þörf á að
vernda stofninn áfram með heildar-
aflatakmörkunum.
Aflahlutdeild í úthafsrækju var út-
hlutað í ársbyrjun 1991 og síðan þá
hafa litlar sem engar breytingar
orðið skiptingu aflahlutdeildarinn-
ar. Á grundvelli þessa hafa veiðar á
tegundinni verið stundaðar og hafa
einstakir útgerðaraðilar keypt sér
úthafsrækjuaflahlutdeild. Veiðar á
tegundinni á undanförnum árum
hafa hins verið minni en útgefinn
leyfilegur heildarafli og það taldi
ráðherra óviðunandi. Svo virðist
sem það sé helsta réttlætingin fyrir
ákvörðun ráðherrans. Forsvars-
menn útgerða benda á að úthafs-
rækjuveiðar hafi á undanförnum
árum orðið óhagkvæmar vegna hás
útgerðarkostnaðar og lágs afurða-
verðs. Af þessum ástæðum hafi
leyfilegi heildaraflinn ekki verið
veiddur.
Óháð pólitískum vangaveltum um
hvort ákvörðun ráðherrans sé
skynsamleg má velta fyrir sér hvort
hún sé lögleg. Þannig er ljóst að
hagnýting aflamarks í úthafsrækju
hefur verið í samræmi við fiskveiði-
stjórnlögin eins og þau hafa verið
túlkuð á hverjum tíma. Það orkar
að mínu mati tvímælis hvort ráð-
herra megi ná markmiðum sínum
með því að gefa ekki út leyfilegan
heildarafla í úthafsrækju, þ.e. geng-
ur ráðherrann ekki of langt í að ná
settum markmiðum? Einnig mætti
spyrja hvort réttindaskerðing út-
gerða með aflahlutdeild í úthafs-
rækju sé ekki óhófleg miðað við
tilefnið, þ.e. gætu ekki aðrar leiðir
náð þeim markmiðum sem ráð-
herra vill ná án þess að útgerðirnar
glati þessum réttindum sínum í
einni svipan?.Hugsanlega eru svör-
in við þessum spurningum á þann
veg að lögin veiti stjórnvöldum
nægilega mikið svigrúm til að hægt
sé að taka ákvarðanir af þessu tagi.
Þetta er að mínum dómi lögfræði-
legt álitaefni sem áhugavert væri að
sjá dómstóla leysa úr.
11) Reglugerð um úthlutun þorskafla-
hlutdeildar í Barentshafi.
12) Síðan þá hefur stjórn veiðanna
tekið mið af meginreglum afla-
markskerfisins.
13) Þetta mál er nánar rakið í ritgerð
höfundar: „Stjórnkerfi veiða á
norsk-íslensku síldinni 1994-2007 -
Veitir það vísbendingu um gildi
kenningar um stjórn fiskveiða, jafn-
ræði og atvinnufrelsi?“. Reykjavík
2008, bls. 117.
14) Sjá til hliðsjónar umfjöllun um
lúðuveiðar í Alaska fram til ársins
1994 í ritinu Sharing the Fish -
Toward a national policy on indivi-
dual fishing quotas. Washington
DC 1999, bls. 306 og Rögnvaldur
Hannesson: The Privatization of
the Oceans. Massachusetts 2004,
bls. 141-145.
15) Þessi tilvitnuðu ummæli sem og
önnur úr dómi Hæstaréttar í Vatn-
reyrarmálinu er að finna í Hrd.
2000, bls. 1534 (bls. 1545 og 1546).
16) Sjá Hrd. 2000, bls. 1534 (bls.
1545).
F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Starfstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Akureyri - Fiskitangi
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga
• Ísnet Húsavík - Uggahúsi
• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
Nýjar 9,5” trollkúlur
Hydro Dynamic
Tegund Litur Þvermál
mm
Þvermál
tommur
Gat Uppdrift Hámarks
dýpi
Vinnudýpi
(4 klst)
N-240/13A Gul 240 9,5 24mm 5000 gr 1.300 mtr 910 mtr
Titanium24/20 Grá 240 9,5 24mm 4500 gr 2.000 mtr 1.400 mtr
Kúlurnar eru 9,5” í þvermál, veita minna viðnám og eru léttari í drætti.