Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 16
16
F R É T T I R
innreið á erlenda markaði.
Gerðir keranna í framleiðslu
á Dalvík eru nú á milli 20 og
30 en vinsælustu gerðirnar
hafa frá upphafi verið 460
lítra ker, 660 lítra og 1000
lítra. Í dag fara um 65% kera-
framleiðslu Promens Dalvík
til fiskiðnaðar en 35% til ann-
arra greina, fyrst og fremst í
matvælaframleiðslu á borð
við kjöt, grænmeti og fleira.
Verksmiðjan hefur á þess-
um 26 árum notað um 26
þúsund tonn af hráefnum til
keraframleiðslunnar og það
gefur hugmynd um umfangið
að einn gámur af kerum hef-
ur farið til viðskiptavina á
hverjum framleiðsludegi í
þessi 26 ár!
Á fullum afköstum getur
verksmiðjan á Dalvík fram-
leidd um 160 ker á sólarhring
en á upphafsárunum voru af-
köstin 15 ker á sólarhring. Að
jafnaði er framleitt á tvískipt-
um vöktum fimm daga vik-
unnar og einnig um helgar
þegar svo ber undir.
Stöðugildi hjá Promens
Dalvík eru nú tæplega 50.
Magnús færði Promens Dalvík málverk að gjöf þar sem þrjú skip Bergs Hugins eru
í Vestmanneyjahöfn og að sjálfsögð grænu Sæplastkerin í forgrunni.
Stefna Matís er að
....vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem
eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar
þannig tekjum til íslenska ríkisins
....vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi
vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar
sem starfsmenn njóta sín í starfi
....hafa hæft og ánægt starfsfólk
Gildi Matís
Frumkvæði
Sköpunarkraftur
Metnaður
Heilindi
Hlutverk Matís er að
....efla samkeppnishæfni íslenskra
afurða og atvinnulífs
....tryggja matvælaöryggi og
sjálfbæra nýtingu umhverfisins með
rannsóknum, nýsköpun og þjónustu
....bæta lýðheilsu
Ragnar Jóhannssson, sviðsstjóri Erfða og eldis
www.matis.is
Með erfðatækni leitar Matís svara við mörgum
mikilvægum spurningum sem varða framtíð íslensks
sjávarútvegs. Nýjustu rannsóknaraðferðir í erfðatækni
veita nýjar og áður óþekktar upplýsngar um fiskistofnana,
jafnt sem svör um lykilþætti í framþróun fiskeldis.
Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig Matís
starfar í þágu íslensks sjávarútvegs.
Við leitum svara
fyrir sjávarútveginn