Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 23
23
þeim áhættuþætti,“ segir
Víðir.
Sótt í reynslubanka erlendra
ræktenda
Eins og áður segir sækir Víðir
sér þekkingu í ræktuninni í
reynslubanka Kanadamanna
og þrautreyndra ræktenda á
Nýfundnalandi. Þar hafa
ræktendur einmitt glímt við
mörg hliðstæð vandamál og
eru hér á landi og fundið
lausnir. Nú í haust eru þeir
Norðurskeljarmenn einmitt að
breyta lögnum á lirfulínunum
að fyrirmynd ræktenda á Ný-
fundnalandi.
„Já, við ætlum að gera til-
raunir með að færa línurnar á
meira dýpi og sökkva þeim
einfaldlega mun dýpra en áð-
ur. Með því losum við okkur
við marga áhættuþætti, svo
sem hreyfingu vegna veðurs,
siglingar báta yfir línurnar og
ásókn sjófugla. Á sama hátt
höfum við séð erlendis að
hægt er að verjast óæskilegu
þörungum með sama hætti,
þ.e. að sökkva línunum
dýpra og niður fyrir þau lög
þar sem þörungurinn er og
slíkt ástand varir. Það færir
okkur stöðugleika í upp-
skurðinn á skelinni og vinnsl-
unni. Og þar með verður
meira öryggi í afhendingu
vörunnar til kaupenda. Við
fengum í fyrra óvenjulangt
tímabil þar sem óæskilegi
þörungurinn var í sjónum og
slíkt getur hreinlega ógnað
tilvist fyrirtækisins.“
Tilraun með áframræktun á
veiddri skel
Fleiri áhugaverðar tilraunir
standa nú yfir hjá Norðurskel.
Þannig hefur verið reynt með
góðum árangri að plægja upp
smáskel í Hvalfirði og rækta
áfram hjá Norðurskel í Eyja-
firði. Og í haust verður skel
plægð upp í Eyjafirði í sama
tilgangi en Víðir segir að með
þessu sparist heilt ár í rækt-
uninni. „Eitt ár í ræktun er
veruleg hagræðing fyrir okkar
rekstur en samt sem áður
munum við fyrst og fremst
byggja okkar framleiðslu á
núverandi fyrirkomulagi, þ.e.
lirfuræktun og síðan áfram-
ræktun.
Eitt af mestu framfaraskref-
um fyrir okkur var að fá sér-
hæfðan bát í uppskurðinn en
næsta skref verður að þróa
ræktunarlínurnar þannig að
við getum sem mest vélvætt
uppskurðinn. Það er erfiður
B L Á S K E L J A R Æ K T
„Bláskel er skyndibiti og þekkt víða um heim sem slík. Í Belgíu
er bláskelin borðuð með frönskum kartöflum sem eins konar
þjóðarréttur en síðan er skelin vissulega líka þekkt sem hluti af
fínustu réttum á veitingahúsum,“ segir Víðir hjá Norðurskel í
Hrísey sem hefur kennt mörgum Íslendingnum að borða bláskel.
„Þegar ég er sjálfur í þeim gírnum að hafa lítið fyrir elda-
mennskunni þá gríp ég einfaldlega bláskel, set í
heitan pott á fullan straum og læt suðuna
koma upp á skelinni í nokkrar mínútur. Skel-
in er full af sjó þannig að það er ekki nauð-
synlegt að setja vatn í pottinn. Raunar kemur
mjög bragðgott soð af skelinni sem er tilvalið
að nota í góða fiskisúpu en við suðuna opnar
skelin sig og er svo bara borin fram sem
slík. Þetta er ekta puttamatur sem
stemning er í að borða, hvort held-
ur er sem aðalrétt eða sem
skyndi- og forrétt með ölglasi
og brauði. Ef fólk vill hafa
meira við í eldamennskunni
þá má t.d. seiða niður lauk og
setja með skelinni í suðunni en sjálfum finnst mér skelin best
soðin ein og sér,“ segir Víðir og bendir áhugasömum á að
hægt er að nálgast upplýsingar um matreiðslu á skel á vefnum
www.discovermussels.com
„Íslendingar verða sífellt áhugasamari um matreiðslu á blá-
skel og við komum til með að auka fjölbreytni á heimasíðu
okkar um matreiðslu á þessu hráefni. Sömuleiðis bjóðum við
upp á ferðir hér í Hrísey þar sem við förum með gesti út að
ræktunarlínunum, sýnum fólki matreiðslu á bláskel og
gefum því svo að smakka. Mikill fjöldi fólks
hefur kynnst bláskelinni í ferðunum hjá
okkur og þetta lítum við á sem
hluta af okkar markaðsstarfi,“
segir Víðir.
www.skel.is
www.discovermussels.com
Bláskelin er hollur skyndibiti
- matreiðslan getur ekki verið einfaldari!
Kynning á bláskel á Akureyrrvöku í miðbæ Akureyrar nú í sumar. Íslenskir neyt-
endur verða á stærri hópur viðskiptavina Norðurskeljar.
Það eru mörg handtök við vinnslu bláskeljarinnar en Norðurskel hóf vélvædda
vinnslu í Hrísey fyrir um einu ári.