Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 22
22 leiðslu og tekjur kanadísku bláskeljaræktendanna sýna einfaldlega að þar er fylgni á milli. Hér á landi skortir veru- lega á að við höfum aðgang að fjármagni til rannsókna- verkefna og þar kemur að því atriði sem ríkisvaldið get- ur helst stutt við bakið á greininni. Hérlendis höfum við öflugan rannsóknasjóð, AVS sjóðinn, sem veitir styrki til ýmissa verkefna í sjávarút- vegi og það geta allir séð hvernig þeim peningum er helst varið. Stóru sjávarút- vegsfyrirtækin virðast njóta mikils forgangs og meðan svo er verður lítil grein eins og bláskeljaræktin undir. Sem auðvitað er ekki bara synd heldur líka mjög óskynsam- legt í því ljósi hvaða mögu- leika Íslendingar eiga í blá- skeljarækt. Norðurskel er að- eins byrjunin á atvinnugrein í sjávarútvegi sem getur skap- að tugum eða jafnvel hundr- uðum atvinnu í framtíðinni. En til þess þurfum við rann- sóknir. Á meðan þær eru af skornum skammti vitum við alltof lítið um aðstæðurnar í sjónum fyrir ræktina, árstíða- bundnar sveiflur, hvað ber að varast, hvar eru bestu að- stæður fyrir bláskeljaræktina og svo framvegis,“ segir Víðir. Lært af reynslunni Við endurfjármögnun Norð- urskeljar árið 2005 segir Víðir að hafi verið mótaðar stórar framtíðarhugmyndir en aukn- ingin í ræktinni orðið of hröð. „Við vorum raunar ekki komnir með nógu mikla þekkingu til að átta okkur á að við værum ekki með nægilega tækni og búnað til að ráða við svo mikið magn af línum eins og við settum út. Síðan þá höfum við kom- ið okkur upp sérhönnuðum báti fyrir uppskurðinn og byggt upp aðra tækni og kunnáttu sem er að skila sér núna. Á þann hátt má segja að við höfum verið undanfar- in ár að vinna úr því að hafa farið of hratt af stað en núna sjáum við fram á að ráða við markvissa aukningu í ræktun- inni og framleiðslu fyrirtækis- ins,“ segir Víðir en Norður- skel hóf fyrir rösku ári vél- vædda vinnslu og pökkun á skelinni í húsnæði sínu í Hrísey. Skelinni er pakkað í lokaða plastbakka fyrir neyt- endamarkað og í stærri um- búðir fyrir veitingahús. Mikill meirihluti framleiðslunnar fer á markað í Belgíu en sífellt fjölgar þeim innlendu versl- unum og veitingahúsum sem hafa bláskelina frá Hrísey á boðstólum. Tveggja ára ræktunartími Bláskeljarækt má segja að sé tvískipt. Hrygning bláskeljar- innar er síðla sumars og í kjölfar hennar er lirfum safn- að og þær settar í sérstaka sokka sem festir eru á línur sem lagðar eru út í sjónum. Þennan þátt ræktunarinnar er Norðurskel með skammt sunnan við Hrísey. Á þessu stigi er skelin í um eitt ár en fer síðan í áframræktun á vík- unum inn með Eyjafirði. Uppskurður skeljarinnar er síðan um tveimur árum eftir að lirfustigið hefst, misjafn- lega langt þó eftir því hversu stór skelin á að vera. Þannig segir Víðir að kaupendur í Belgíu vilji stærri skel en ís- lenski markaðurinn. Allir eru kaupendurnir þó sammála um að gæði á íslensku skel- inni séu mikil. „Það eru margir þættir sem ógna línunum okkar í sjón- um. Fuglinn sækir í línurnar, sömuleiðis er þarinn vara- samur, öldurótið getur gert okkur skráveifur og þannig má áfram telja. Bláskelin nær- ist á þörungum í sjónum og gerðir þeirra skipta tugum. Tvær gerðir af þörungum eru eitraðir og við ákveðnar að- stæður kemur sá þörunga- blómi í efsta lagið í sjónum. Á meðan slíkt ástand varir uppskerum við ekki skel en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að eitraði þörung- urinn hefur engin áhrif á bláskelina nema rétt á meðan þessi tegund þörungablóma stendur yfir. Stundum varir þetta ástand aðeins í nokkra daga, stundum einhverjar vik- ur en við höfum mjög náið samstarf við Hafrannsókna- stofnun og Matvælastofnun um sívöktun þannig að neyt- endur hafa ekkert að óttast um gæði vörunnar. Hún er alltaf fyrir hendi. Aftur á móti er þörungablóminn dæmi um þátt í okkar ræktun sem nauðsynlegt er að gera víð- tækari rannsóknir á. Þannig gætum við betur stýrt vinnsl- unni og ræktuninni út frá B L Á S K E L J A R Æ K T Víðir Björnsson, framkvæmdastjóri og Gísli Rúnar Víðisson, vinnslustjóri, með skel sem tilbúin er í hillur verslana hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.