Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2010, Síða 22

Ægir - 01.07.2010, Síða 22
22 leiðslu og tekjur kanadísku bláskeljaræktendanna sýna einfaldlega að þar er fylgni á milli. Hér á landi skortir veru- lega á að við höfum aðgang að fjármagni til rannsókna- verkefna og þar kemur að því atriði sem ríkisvaldið get- ur helst stutt við bakið á greininni. Hérlendis höfum við öflugan rannsóknasjóð, AVS sjóðinn, sem veitir styrki til ýmissa verkefna í sjávarút- vegi og það geta allir séð hvernig þeim peningum er helst varið. Stóru sjávarút- vegsfyrirtækin virðast njóta mikils forgangs og meðan svo er verður lítil grein eins og bláskeljaræktin undir. Sem auðvitað er ekki bara synd heldur líka mjög óskynsam- legt í því ljósi hvaða mögu- leika Íslendingar eiga í blá- skeljarækt. Norðurskel er að- eins byrjunin á atvinnugrein í sjávarútvegi sem getur skap- að tugum eða jafnvel hundr- uðum atvinnu í framtíðinni. En til þess þurfum við rann- sóknir. Á meðan þær eru af skornum skammti vitum við alltof lítið um aðstæðurnar í sjónum fyrir ræktina, árstíða- bundnar sveiflur, hvað ber að varast, hvar eru bestu að- stæður fyrir bláskeljaræktina og svo framvegis,“ segir Víðir. Lært af reynslunni Við endurfjármögnun Norð- urskeljar árið 2005 segir Víðir að hafi verið mótaðar stórar framtíðarhugmyndir en aukn- ingin í ræktinni orðið of hröð. „Við vorum raunar ekki komnir með nógu mikla þekkingu til að átta okkur á að við værum ekki með nægilega tækni og búnað til að ráða við svo mikið magn af línum eins og við settum út. Síðan þá höfum við kom- ið okkur upp sérhönnuðum báti fyrir uppskurðinn og byggt upp aðra tækni og kunnáttu sem er að skila sér núna. Á þann hátt má segja að við höfum verið undanfar- in ár að vinna úr því að hafa farið of hratt af stað en núna sjáum við fram á að ráða við markvissa aukningu í ræktun- inni og framleiðslu fyrirtækis- ins,“ segir Víðir en Norður- skel hóf fyrir rösku ári vél- vædda vinnslu og pökkun á skelinni í húsnæði sínu í Hrísey. Skelinni er pakkað í lokaða plastbakka fyrir neyt- endamarkað og í stærri um- búðir fyrir veitingahús. Mikill meirihluti framleiðslunnar fer á markað í Belgíu en sífellt fjölgar þeim innlendu versl- unum og veitingahúsum sem hafa bláskelina frá Hrísey á boðstólum. Tveggja ára ræktunartími Bláskeljarækt má segja að sé tvískipt. Hrygning bláskeljar- innar er síðla sumars og í kjölfar hennar er lirfum safn- að og þær settar í sérstaka sokka sem festir eru á línur sem lagðar eru út í sjónum. Þennan þátt ræktunarinnar er Norðurskel með skammt sunnan við Hrísey. Á þessu stigi er skelin í um eitt ár en fer síðan í áframræktun á vík- unum inn með Eyjafirði. Uppskurður skeljarinnar er síðan um tveimur árum eftir að lirfustigið hefst, misjafn- lega langt þó eftir því hversu stór skelin á að vera. Þannig segir Víðir að kaupendur í Belgíu vilji stærri skel en ís- lenski markaðurinn. Allir eru kaupendurnir þó sammála um að gæði á íslensku skel- inni séu mikil. „Það eru margir þættir sem ógna línunum okkar í sjón- um. Fuglinn sækir í línurnar, sömuleiðis er þarinn vara- samur, öldurótið getur gert okkur skráveifur og þannig má áfram telja. Bláskelin nær- ist á þörungum í sjónum og gerðir þeirra skipta tugum. Tvær gerðir af þörungum eru eitraðir og við ákveðnar að- stæður kemur sá þörunga- blómi í efsta lagið í sjónum. Á meðan slíkt ástand varir uppskerum við ekki skel en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að eitraði þörung- urinn hefur engin áhrif á bláskelina nema rétt á meðan þessi tegund þörungablóma stendur yfir. Stundum varir þetta ástand aðeins í nokkra daga, stundum einhverjar vik- ur en við höfum mjög náið samstarf við Hafrannsókna- stofnun og Matvælastofnun um sívöktun þannig að neyt- endur hafa ekkert að óttast um gæði vörunnar. Hún er alltaf fyrir hendi. Aftur á móti er þörungablóminn dæmi um þátt í okkar ræktun sem nauðsynlegt er að gera víð- tækari rannsóknir á. Þannig gætum við betur stýrt vinnsl- unni og ræktuninni út frá B L Á S K E L J A R Æ K T Víðir Björnsson, framkvæmdastjóri og Gísli Rúnar Víðisson, vinnslustjóri, með skel sem tilbúin er í hillur verslana hér á landi.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.