Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 14
14 F R É T T I R Promens Dalvík náði í sumar þeim merka áfanga að fram- leiða Sæplastker númer 500.000 og 500.001 og voru þau afhent tveimur af dyggum viðskiptavinum verksmiðjunn- ar með viðhöfn. Það fór vel á því að þessi tímamót færu saman með hátíðarhöldum Fiskidagsins mikla á Dalvík enda hefur keraframleiðsla á Dalvík að lang stærstum hluta þjónað sjávarútvegi, bæði hér á landi og erlendis, þau 26 ár sem hverfisteypuframleiðsla hefur verið á Dalvík. Dyggir notendur Ker númer 500.000 var afhent Geert Gregersen en hann er framkvæmdastjóri keraleigu- fyrirtækisins Dansk karudlejn- ing í Esbjerg í Danmörku sem hefur þúsundir kera í fjöl- breyttri útleigu til viðskipta- vina. Fyrirtækið notar ein- göngu Sæplastker í sinni starfsemi en útgerðir og fisk- verkendur í Esbjerg hafa haft mikil viðskipti við verksmiðj- una á Dalvík í yfir 20 ár. Ker númer 500.001 var af- hent Magnúsi Kristinssyni, út- gerðarmanni hjá Berg Huginn í Vestmannaeyjum en fyrir- tæki hans hefur um áraraðir notað Sæplastker í skipum sínum. Bergur-Huginn er meðal öflugustu útgerðarfyrir- tækja hér á landi og hefur fengið margar viðurkenningar fyrir starfsemi sína, til að mynda umhverfisverðlaun LÍÚ, viðurkenningu á sjávar- útvegssýningunni 2008 sem framúrskarandi íslensk útgerð og fleira mætti nefna. „Kerin eru okkar matvælakistur“ Magnús Kristinsson segist í samtali við Ægi leggja mikið upp úr að ker Bergs Hugins séu vönduð, heil og hrein. Enda einn af mikilvægustu þáttum í meðferð sjávarafla. „Ég hef í gegnum árin átt mjög góð viðskipti við verk- smiðjuna á Dalvík og for- svarsmenn hennar. Á þessum tíma hef ég keypt 3-4 þúsund ker og hef alltaf gætt þeirra vel. Ég þoli ekki að sjá ker frá mér á víðavangi því þau eiga bara að vera í borð í skipunum eða full af fiski, til- búin til útflutnings. Græn ker; hrein og fín,“ segir Magnús Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og eigandi Bergs Hugins í Vestmanneyjum, tekur við keri númer 500001 af Daða Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Promens Dalvík. Með þeim á myndinni eru Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri og Sævaldur Gunnarsson, sölufulltrúi. Ker númer 500.000 og 500.001 afhent viðskiptavinum hverfisteypufyrirtækisins Promens Dalvík: „Kerin eru okkar matvælakistur“ - segir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum sem fékk ker númer 500.001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.