Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2010, Page 14

Ægir - 01.07.2010, Page 14
14 F R É T T I R Promens Dalvík náði í sumar þeim merka áfanga að fram- leiða Sæplastker númer 500.000 og 500.001 og voru þau afhent tveimur af dyggum viðskiptavinum verksmiðjunn- ar með viðhöfn. Það fór vel á því að þessi tímamót færu saman með hátíðarhöldum Fiskidagsins mikla á Dalvík enda hefur keraframleiðsla á Dalvík að lang stærstum hluta þjónað sjávarútvegi, bæði hér á landi og erlendis, þau 26 ár sem hverfisteypuframleiðsla hefur verið á Dalvík. Dyggir notendur Ker númer 500.000 var afhent Geert Gregersen en hann er framkvæmdastjóri keraleigu- fyrirtækisins Dansk karudlejn- ing í Esbjerg í Danmörku sem hefur þúsundir kera í fjöl- breyttri útleigu til viðskipta- vina. Fyrirtækið notar ein- göngu Sæplastker í sinni starfsemi en útgerðir og fisk- verkendur í Esbjerg hafa haft mikil viðskipti við verksmiðj- una á Dalvík í yfir 20 ár. Ker númer 500.001 var af- hent Magnúsi Kristinssyni, út- gerðarmanni hjá Berg Huginn í Vestmannaeyjum en fyrir- tæki hans hefur um áraraðir notað Sæplastker í skipum sínum. Bergur-Huginn er meðal öflugustu útgerðarfyrir- tækja hér á landi og hefur fengið margar viðurkenningar fyrir starfsemi sína, til að mynda umhverfisverðlaun LÍÚ, viðurkenningu á sjávar- útvegssýningunni 2008 sem framúrskarandi íslensk útgerð og fleira mætti nefna. „Kerin eru okkar matvælakistur“ Magnús Kristinsson segist í samtali við Ægi leggja mikið upp úr að ker Bergs Hugins séu vönduð, heil og hrein. Enda einn af mikilvægustu þáttum í meðferð sjávarafla. „Ég hef í gegnum árin átt mjög góð viðskipti við verk- smiðjuna á Dalvík og for- svarsmenn hennar. Á þessum tíma hef ég keypt 3-4 þúsund ker og hef alltaf gætt þeirra vel. Ég þoli ekki að sjá ker frá mér á víðavangi því þau eiga bara að vera í borð í skipunum eða full af fiski, til- búin til útflutnings. Græn ker; hrein og fín,“ segir Magnús Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og eigandi Bergs Hugins í Vestmanneyjum, tekur við keri númer 500001 af Daða Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Promens Dalvík. Með þeim á myndinni eru Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri og Sævaldur Gunnarsson, sölufulltrúi. Ker númer 500.000 og 500.001 afhent viðskiptavinum hverfisteypufyrirtækisins Promens Dalvík: „Kerin eru okkar matvælakistur“ - segir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum sem fékk ker númer 500.001

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.