Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 62

Ægir - 01.07.2010, Blaðsíða 62
62 S J Á V A R Ú T V E G S R Á Ð S T E F N A N 2 0 1 0 Sjöfn Sigurgísladóttir, for- stjóri Matís og prófessor við Háskóla Íslands, sagði í ávarpi á Sjávarútvegráðstefn- unni 2010 nú í byrjun septem- ber að framþróun og nýsköp- un í sjávarútvegi verði ekki tryggð nema með öflugra rannsókna- og þróunarstarfi. Á árinu 2007 var varið 35 milljörðum króna til rann- sókna og þróunar og þar af fóru 27% til fiskveiða, fisk- vinnslu og landbúnaðar. Um 50% þeirrar upphæðar eru fjármögnuð af fyrirtækjum, 38% koma frá ríkisvaldinu og um 10% er erlent fjármagn. Hún sagði Íslendinga eiga nokkuð í land til þess að standa jafnfætis hinum Norð- urlandaþjóðunum. Afrakstur nýsköpunar, s.s. einkaleyfi, sé heldur minna hér en í ná- grannalöndunum, en mikill ár- angur hafi þegar náðst í formi framleiðsluvara og aukinna afkasta. Sjöfn telur að til þess að auka afrakstur þurfi að huga betur að menntun í tækni- og verkfræðigreinum. Efla þurfi samstarf fyrirtækja og rann- sóknaraðila til mikilla muna, m.a. með því að nýta starfs- krafta ungs fólks í styttri og lengri nýsköpunarverkefnum. Á vegum Matís hafa rann- sóknir og nám aukist og 17 hafa lokið doktorsprófi. Matís er í dag með forystuhlutverk í tveimur ESB-verkefnum og sem dæmi um framtíðarverk- efni benti Sjöfn á að hérlend- is þyrfti að horfa til fleiri teg- unda í fiskeldi. Hún vakti einnig athygli á að frárennsli hjá flestum fiskvinnslum er mjög köfnunarefnisríkt og velti fyrir sér þeirri áleitnu spurningu af hverju það sé ekki nýtt til framleiðslu á grænmeti. Fjölbreytt rannsóknaverkefni hjá AVS AVS rannsóknasjóður starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs. Styrkir eru veittir sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fisk- eldis. Á árinu 2009 hafði sjóð- urinn til ráðstöfunar 335 millj- ónir króna, en auk þess var sjóðnum falið að sjá um um- sóknir vegna sérstakra fjár- veitingar til rannsókna á eldi sjávardýra, en til þeirra verk- efna er ráðstafað 19 milljón- um króna árlega. Um 42% upphæðarinnar fóru til rannsókna í veiðum og vinnslu, 29% til fiskeldis, 17% til markaðsrannsókna og 12% til líftækni. Meðal verk- efna í veiðum og vinnslu má nefna verkefnið Valka sem snýst um sjálfvirka röðun inn á lausfrysta og í kassa, rann- sóknir á vöðvadrepi í letur- humri, aðlöðun og gildrun þorsks, veiði, vinnsla og út- flutningur á lifandi kúfskel. Í líftækni má nefna nýtingu grásleppuhvelju til kollagen- framleiðslu, áhrif þorskeldis á villta stofna, kynbætur á þorski og seiðaeldi, bætt frjóvgun lúðuhrogna, áhrif seltu á vaxtarhraða, fóðurnýt- ingu og líffræði þorsks og styttingu ræktunartíma kræk- lings. Frekari umfjöllun verður um Sjávarútvegsráðstefnuna 2010 í næsta tölublaði Ægis. POKABEITA – POKABEITA ÝSA – STÓRÝSA– ÝSA Línusjómenn og útgerðarmenn Nú er ýsan í algleymingi og verðið gott og rétti tíminn til að huga að bættri nýtingu veiðiheimilda og afla. Þeir sem nota pokabeitu tryggja jafnframt framfarir í línuveiðum aukna valhæfni tegunda og stærða hreinlegri og þægilegri vinnu meiri fjölbreytni í beituhráefni betri nýtingu hráefnis ótal blöndunarmöguleika og margt fleira. Beitingavél komin á markað og virkar vel. Bernskan ehf. Njarðarbraut 1 – Súðavík – Sími 896 0940 – Netfang: sud.bernskan@simnet.is – Heimasíða: www.pokabeita.is Þátttakendur í Sjávarútvegsráðstefnunni 2010 hlýða á framsöguerindi. Myndir: Geir Guðsteinsson Aukinn afrakstur með menntun í tækni- og verk- fræðigreinum - sagði Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís á Sjávarútvegsráðstefnunni 2010 Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.