Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Page 4
hún var i Rússlandi í byrjun tuttugustu aldarinnar. Sú mynd er raunar ekki tíma- og staðbundin, hún er sígild, og þeir at- burðir, sem nú eru að gerast í heiminum, hafa skerpt liti henn- ar ótrúlega rnikið. Sagan er full af spennandi viðburðum, og kynnir lesandanum fjölda af fólki, á þann hátt að það stendur honum lifandi fyrir hugskotssjónum. Pelageja Niloffna (móðirin) num verða öllum ógleymanleg, sem kynnast henni í hinni sönnu, hlýju og full- komnu frásögn Gorkis. Fátæk, ómenntuð, misþyrmd og kúguð, ber hún í sér hinn óbrotgjarna kraft ástrikis og fórnfýsi, sem allt leggur í sölurnar. Þáttlaka hennar í hinni hörðu baráttu verkalýðsins er umhyggja móður fyrir velferð barnanna og til- raun tii huggunar. Hún er móðir. Allar hennar gerðir stjórn- ast af móðurtilfinningunni. Það mun óhætt að fullyrða, að þetta sé einhver hin fegursta skáhlsaga, sem rituð hefir verið um baráttu lítihnagnans gegn ofríki og órétti. Halldór Stefánsson. Bók um heimsmynd vísinda nútímans. Á síðustu áralugum hefir eðlisfræði, efnafræði og stjörnufræði fleygt fram rneira en dæmi eru til um nokkrar aðrar fræði- greinar. Árangurinn af þessum framförum hefir haft djúptæk áhrif á skoðanir manna um mynd og eðli heimsins og í mörg- um greinum gerbreytt heimsskoðun vísindanna á alveg óvænt- an hátt. Alþýða manna á íslandi hefir fram til þessa átt þess lítinn kost, að kynnast þessum niðurstöðum, svo að orðin er full þörf á því, að rit um þessi efni verði gefin hér út. Ég hefi nú tekið að mér fyrir Mál og menning að semja al- þýðlegt rit af þessu tagi. Bókin mun fjalla um eðli og byggingu efnisheimsins. Teknar verða til meðferðar hugmyndir manna um gerð efnisins, um heim frumeiiida og sameinda, þá skoðanir manna á eðli stjarnanna og liyggingu sólkerfa og vetrarbrauta, á eðli og myndbreytingum orkunnar o. s. frv. Rakin verður að nokkru þróun þessara hugmynda frá elztu tímuni til vorra daga. Leitazt verður við að hafa framsetningu svo ljósa og al- þýðlega, að liver maður geti lesið bókina sér til fróðleiks, án þess að hafa undirstöðuþekkingu á þessuni sviðum. Björn Franzson. Munið 15% afsláttinn af útgáfubókum Heimskringlu. Bóka- skrá frá útgáfunni fylgir með til allra félagsnianna í Mál og ■menning. 4 fjelagsprentsmhvían

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.