Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 7
I. árg. 1. tbl. 1938.
MAL OG MENNING
Við lifum á öld hinnar fullkomnu tækni. Það er orðið léttara
en nokkru sinni áður að vinna auðinn úr skauti náttúrunnar.
Löndin eru orðin ríkari, hönd mannsins og hugvit slyngari að
knýja náttúruna til óþrjótandi gjafa. Tæknin hefir skapað nýja
atvinnuhætti og ný menningarskilyrði. Einmitt nú eiga sér stað
i heiminum stórkostlegri framfarir en nokkur dæmi þekkjast til
áður úr sögu mannkynsins. Nú er svo langt koniið þroska og
hæfni mannsins, að hver einstaklingur ætti að liafa möguleika
til að lifa ríkulegu og menntandi lífi. Nú eru ekki tímar til böl-
sýni eða úrræðaleysis, heldur bjartsýni og viturlegrar notkunar
á valdi tækninnar i þjónustu mannfélagsheildarinnar. Nú eru
tímar til aukinnar þróunar, en ekki tortímingar á lifi og menn-
ingu þjóðanna.
Hér á landi eigum við að fagna hinu liraðasta framfaraskeiði,
sem íslenzka þjóðin hefir lifað. Tuttugasta öldin hefir gerbreytt
aðstöðu íslendinga til að lifa betra og menntaðra lifi. ísland
er rikt. Þjóðin á orðið margfalt betri hæfni til að uppskera auð
þess. Öll menningarskilyrði hafa stórum batnað. í rauninni höf-
um við nú í fyrsta skipti i sögu þjóðarinnar eignazt möguleika
til verulégrar menningarstarfsemi, eftir þvi sem smæð okkar
og aðstaða frekast leyfir. Við höfuin líka á hverju menningarsvið-
inu af öðru séð spretta nýja viðleitni til starfs og afreka. Framlak,
bjartsýni og dirfska hefir stjórnað gerðum íslendinga á þessari
öld. Við höfum enga ástæðu til að hvika frá þessari stefnu ald-
arinnar, sem fært hefir okkur margs konav sigra.
Siðustu árin gætir þess hins vegar hjá forystumönnum þjóð-
arinnar á sviði stjórnmála og atvinnumála, að vilja takmarka
framfarir og menningarstarfsemi i hverri grein af annarri. Við
sjáum úrræðaleysi þessara manna, verðum að hlusta á harmtölur
þeirra. Þau miklu skilyrði til atvinnu og menningar, sem hér
hafa þróazt, eru ekki notfærð. Við lieyrum fjargviðrast yfir
vandræðum, fjárþröng og kreppu. En hvers vegna kreppa og
kreppuhjal? Slíkur bölmóður er ósamboðinn okkar timum. Hvern-
ig geta menn ætlazt til að þjóðin taki liann alvarlega? Því eru
S*1
'l|l
1