Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Síða 8
ekki vitsmunir til að taka upp þá stefnu í atvinnumálum og
þjóðmálum, sem bindur enda á allar kreppur?
Mál og menning fer nú af stað með lítið tímarit, sem iátið
er fylgja ókeypis til félagsmanna, og ætlazt er til að komi út
með hverri bók. Þessu litla riti ætlum við það hlutverk, að
standa á verði um menningu þjóðarinnar, krefjast framfara og
vekja áhuga fyrir nýjum verkefnum, taka undir hvert það menn-
ingarmál, sem við álitum til gagns fyrir þjóðina, án tillits til
þess hverjir bera það fram, glæða skilning á bókmenntum og
listum, og kynna félagsmönnum það, sem efst er á baugi í menn-
ingarmálunum. Við munum ekki taka gildan neinn barlóm eða
víl, og viljum engan bölmóð heyra kveðinn yfir þjóðinni. Við
vitum, að hún á nægan auð, þrek og gáfur, til að skapa sér
menningarríkt lif. Engu að síður mun liún þurfa á því að halda
að verja rétt sinn á hverju sviði og berjast fyrir hverjum nýj-
um sigri. „Mál og menning“ mun af einurð og dirfsku leggja
henni lið í þeirri baráttu.
Til félagsmanna.
Ég vil hyrja á þvi að flytja félagsmönnum og umboðsmönn-
um þakkir fyrir síðastliðið ár. Að vísu höfðum við góða trú á
lestrarhneigð þjóðarinnar, annars hefðum við ekki stofnað Mál
og menning, en samt gerðum við okkur ekki vonir um jafn frá-
bærar undirtektir og félaginu hafa lilotnazt, ekki jafn almenn-
an og heitan áhuga manna um allt land. Það spruttu svo að
segja hvaðanæva upp menn, sem fóru af kappi og sjálfsdáðum
að vinna fyrir félagið. Þetta er eitt fegursta vitnið, sem við eig-
um úr íslandssögunni um menningarlegt framtak þjóðarinnar,
er hún verður gripin af heitu áhugamáli.
Fyrsta bókin í ár.
Við erum verulega ánægðir yfir því að geta liafið starfsemina
i ár með útgáfu hinnar fögru skáldsögu, „Móðirin“, eftir Maxim
Gorki. Mér finnst hún koma eins og þakklæti til félagsmanna,
unaðsleg gjöf, sem ekki verður betri kosin. Ég efast um að það
hafi verið skrifuð hetri bók, jafn djúp að mannúð, jafn töfrandi
að fegurð og rík að fögnuði. Það er fögnuður sprottinn af þeirri
sannfæringu, að allir menn á jörðinni eigi fyrir höndum ham-
ingjusamt og fagurt líf. Hjarta móðurinnar, sem skáldið gefur
svo fagra mynd af, lýkst fagnandi upp fyrir þeim skilningi, að
ríki mannúðar og kærleika, sem er auðlegð hennar sjálfrar, eigi
2