Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 9
eftir að verða ríki allrar jarðarinnar. Og um leið er þetta lýs- ing á hugarþeli skáldsins, hins mikla mannvinar. „Móðirin" er bók til að eiga og lesa aflur og aftur. Og ég er viss um, að hún verður íslendingum kær eign. Og ekki dregur þýðing Halldórs Stefánssonar úr ágæti bókarinnar, jafn vel og hún er leyst af hendi. Síðari hluti sögunnar kemur út næsta ár, eins og tilkynnt hefir verið áður. Aðrar bækur þessa árs. Björn Franzson vinnur nú að samningu næstu bókar, sem er rit um heimsmynd vísinda nútímans. Óvíst er, að sú bók geti komið út fyrr en í ágúst. Ár'srit félagsins, Rauðir pennar, vildum við helzt, að gætu komið út fyrr á árinu en venjulega, og biðjum við þá, sem vilja senda þeim efni, sögur, kvæði eða ritgerðir, að hafa gert það fyrir 1. maí. Um fjórðu bók ársins er ekki afráðið ennþá. í síðasta hréfi til félagsmanna gerðum við ráð fyrir, að við myndum velja Sumarið 1914 eftir Nóbels- verðlaunahöfundinn Martin du Gard, en við verðum að hætta við það áform. Bókin er að vísu ágæt, svo að mikill fengur væri að eignast hana á íslenzku, en lengd hennar gerir okk- ur ókleift að gefa hana út. Hún er í fyrsta lagi ekki sjálf- stæð heild, heldur partur úr löngu ritverki, en auk þess er hún sjálf þrjú stærðar bindi, 300—500 bls. hvert, og það er ekki hægt, eins og við héldum, að taka eitt bindið út úr, les- andinn hefði þá ekkert gagn af lienni. Du Gard er mikill frið- arvinur, og lýsir sagan á mjög breiðum grundvelli öllum að- draganda síðustu heimsstyrjaldar, sýnir hvernig stríðsæsinga- mennirnir eitra alit andrúmsloftið hjá hverri þjóðinni af ann- arri, hvernig friðarvilji alþýðunnar drukknar smám saman í hafi æsinganna, dómgreindin fjarar út og allt viðnám bregzt. Bækur fyrra árs eru uppseldar. Við verðum að tilkynna nýjum félagsmönnum, sem beðið hafa um Vatnajökul og Rauða penna, að bækurnar eru fyrir löngu algerlega uppseldar, svo að þess vegna höfum við elcki getað af- greitt þær til þeirra. Samt létum við prenta af þeim 800 eintök umfram tölu félagsmanna, sem þá var. En þau eintök seldust upp á nokkrum dögum, öll til nýrra félagsmanna, svo að bæk- urnar komu aldrei i bókaverzlanir. Endurprentun kemur til mála. Við getum viðurkennt, að það er leitt fyrir nýja félaga i Mál 3

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.