Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Page 13
Mál og menning á hundruð talsmanna um allt land.
Það er ekki einungis inikilsvert starf þeirra einstöku dugn-
aðarmanna, sem safnað hafa tugum nýrra félaga, heldur engu
síður fjölda annarra, sem unnið hafa að útbreiðslu félagsins.
Við vitum ekki tölu á öllum þeim, sem hafa sent okkur umsóknir
með nöfnum 2, 4, 6 og jafnvel 10 raanna, er þeir hafa safnað úr
kunningjahóp sínum. Þessir menn allir eiga miklar þakkir skilið
frá féiaginu. Það er einmitt með þessu áhugamikla samstarfi fjöld-
ans, sem auðvelt er að vinna stóra sigra. Mál og menning hefir
fengið verulegan hljómgrunn hjá þjóðinni. Félagið á hundruð
talsmanna um allt land, og þeim fer allt af fjölgandi. Þess vegria
getur félagið vaxið svona ört. Og nú skulum við hugsa okkur,
að allir félagar i Mál og menning tækju þá ákvörðun, að útvega
a. m. k. einn nýjan félagsmann á þessu ári, þá teldi Mál og menn-
ing i lok ársins ekki 4000, heldur yfir 5000 félagsmenn. Á þessu
samtaka starfi allra félagsmanna byggir Mál og menning traust
sitt.
Afgreiðslustarfið og skilvísi félagsmanna.
Afgreiðslan á bókum félagsins hefir farið prýðilega úr hendi.
Við höfum ekki dæmi nema um ein mistök, að bók var send í
póstkröfu til konu, sem greitt hafði árgjaldið fyrirfram. Hvað
starf þetta hefir heppnazt vel, á félagið fyrst og fremst að þakka
Eiríki Baldvinssyni, kennara, sem af einstakri reglusemi hefir
séð um spjaldskrár félagsins.
Þá er sérstaklega vert að þakka skilsemi og orðheldni félags-
manna. Það brást varla nokkur maður, sem hafði látið innrita
sig í félagið. Félagsmenn greiddu árgjöld sín undantekningar-
laust skilvíslega og allur þorri þeirra á réttum gjalddaga.
í trausti þess, að félagsinenn hafi framvegis fullan skilning
á þvi, hvað öll reglusemi í greiðslu er óhjákvæmileg nauðsyn
fyrir félagið, þá sendum við öllum kröfulaust fyrstu bók þessa
árs, hvort sem þeir hafa greitt tillagið eða ekki, og þó komið
sé dálítið fram yfir gjalddaga, sem er 1. marz. Við getum vel
skilið, að það sé erfitt fyrir marga að greiða svona snemma
árs. En við viljum skora á alla félagsmenn, sem ráð hafa á,
að borga árgjaldið það allra fyrsta. Það gerir starfsemi félags-
ins mörgum sinnum léttari. Bezt væri og ódýrast fyrir báða
aðila, að það þyrfti aldrei að senda bækurnar í póstkröfu, að
félagsmenn sendu árgjald sitt til okkar í póstávísun i tæka tið,