Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Síða 14
et5a skiluðu því til umboðsmanns á staðnum. Félagið ber engan kostnað af póstkröfusendingum. Bækurnar fást innbundnar. Þeir, sem óska eftir, geta fengið bækurnar innbundnar, með því að greiða 2 krónur að auki fyrir hverja bók. En félagsmenn verða að taka það fram sérstaklega, ef þeir óska eftir band- inu, þvi að við látum aðeins binda inn ákveðinn eintakafjölda af hverri bók. Bókavalið næsta ár. Næsta ár eiga bækurnar að verða sex. Aðeins tvær af þeim eru ákveðnar, Móðirin II og Rauðir pennar V. bindi. Þá mun- um við reyna að framfylgja þeirri ákvörðun, að gefa lit bók eftir nýjasta Nóbelsverðlaunarithöfundinn. Þá er enn þrjár bækur að velja. Við höfum fengið bréf frá mörgum félagsmönn- um, sem látið hafa uppi álit sitt á útgáfunni í ár, og eins kom- ið fram með tillögur um ákveðna efnisflokka. Það er mikill stuðn- ingur fyrir okkur að lillögum félagsmanna, eins þótt óskirnar fari eðlilega i margar áttir. Við vildum aðeins að miklu fleiri kæmu fram með óskir sínar. Hvað vilja féíagsmenn, að við velj- um næst? Hvað margir vilja heimspeki, livað margir uppeldis- mál, skáldsögur, ljóð, sagnfræði, stjórnmál? Hvaða óskir hafa menn um ákveðna höfunda, innlenda og erlenda? Þetta allt er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að heyra, eins dóma um þær bækur, sem við gefum út. Afslátturinn á bókum Heimskringlu. Allir félagar i Mál og menning fá, eins og kunnugt er, 15% afslátt á þeim bókum, sem Heimskringla gefur út. Þetta eru stór- kostleg hlunnindi, ekki sizt þar sem Heimskringla gefur út bæk- ur eftir marga vinsælustu rithöfundana hér á landi. Þessi af- sláttur kemur mönnum að fullum notum í Reykjavik. Þar er ekki annað en að koma í bókaverzlun Heimskringlu, sýna félags- skírteini og fá bækurnar afgreiddar með afslættinum. Erfiðara er við að fást úti um land, vegna burðargjaldsins, sem leggst á bækurnar, þegar hver einstakur pantar þær úr Reykjavík. Þá getur farið svo, að burðargjaldið nemi eins miklu og afsláttur- inn. Og þessi afgreiðsla hefir einmitt valdið óánægju hjá félags- mönnum. Við höfum ekki enn fundið viðunandi lausn á þessu. Ef Heimskringla á að gefa afsláttinn og greiða burðargjaldið 8

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.