Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Síða 16
dr. phil. JÓN ÓFEIGSSON
- MINNINGARORÐ •
Dr. phil. Jón Ófeigsson yfirkennari andaðist að heimili sínu
Hólavallagötu 3, 27. febrúar siðastl., og liafði þá verið vanheill
um nokkur ár.
Doktór Jón fæddist 22. april 1881, að Stóranúpi í Hreppum,
en fluttist kornungur að Læknisnesi og átti síðan heima þar
og í Reykjavík til dauðadags, nema þau árin, sem hann dvald-
ist erlendis.
Doktór Jón kom í lærða skólann 1895 og útskrifaðist þaðan
með ágætiseinkunn 1901. Sama ár sigldi hann til Khafnar, og
lagði þar stund á málfræði; var aðalgrein hans þýzka, en auka-
greinar enska og franska. Hann lauk kandidatsprófi með 1. eink-
unn 1908, og kom þvi næst heim. Upp frá þvi stundaði hann
kennslu hér í bæ, sumpart í heimahúsum, sumpart í skólum.
Hann varð stundakennari við Menntaskólann 1911, og skipað-
ur aukakennari 1914.
En þótt kennslan væri aðalstarf dr. Jóns, sýslaði hann þó
margt fleira. Iiér skal aðeins drepið á hið helzta: Hann samdi
kennslubækur i þýzku og dönsku, og gaf út lesarkasafn til að nota
við islenzkukennslu; var það mikið verk, fullar 100 arkir i átta
blaða broti. Hann átti mjög mikinn þátt í orðabók dr. Sigfúsar
Blöndals, og bafði meðal annars aðalumsjón með prentun þeirr-
ar bókar. En síðasta stórvirkið lians er þýzk-islenzk orðabók,
sem kom út 1935, mikið verk og merkilegt, og hafði hann liaft
hana í smíðum í því nær fjórðung aldar.
Hér er einungis drepið á liið allra helzta, en það ætti þó að
nægja til þess að sýna, hver afkastamaður dr. Jón var, enda
féll honum aldrei verk úr hendi.
En þó var kennslustarfið aðalstarf hans, og i þvi ætla ég, að
hann hafi verið flestum mönnum slyngari. Hann hafði trú á
starfinu og sí-vakandi áhuga; þekkingin var traust og eljan og
lægnin við að skýra viðfangsefnin alveg óbilandi. En að vísu
krafðist hann mikils af lærisveinum sínum, og var slíkt ekki
að undra um annan eins starfsmann og dr. Jón var.
Dr. Jón var glæsilegur á velli að sjá, með stærstu mönnum
á vöxt, svipmikill í andliti og allur hinn vörpulegasti. Hann
var alvörumaður, hreinlyndur og hið mesta prúðmenni, einarð-
10