Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Qupperneq 20
hlaðnir vikurveggir, og þar næst komið fyrir miðstöð og ofn- um. Það verður haldið stanzlaust áfram með verkið, og eru möguleikar til þess að byggingunni verði lokið 1. október 1940. Byggingin kostar eins og liún stendur 525 þús. krónur, en full- gerð rúml. 1 milljón króna. Ivostnaður við að slétta og afgirða lóðina verður sennilega á 2. hundrað þúsund krónur. Tekjurnar af Ilappdrætti háskólans eiga að nægja til að stand- ast allan kostnaðinn. Á fyrstu 4 árunum hefir það gefið 600 þús. krónur. Á þeim 6 árum, sem við eigum eftir, ætti það að gefa 900 þús. kr. En fyrir þetta fé byggjum við líka atvinnudeild háskólans. Innréttingu byggingarinnar verður flýtt eins og hægt er. Mest liggur á að koma þar fyrir bókasöfnum háskólans, safni Bene- dikts Þórarinssonar og Finns Jónssonar. Verður þar rúm fyrir 200 þús. hindi. Lestrarsalur verður fyrir 32 menn. Þá verða i hinum nýja háskóla 16 vinnuherbergi fyrir kennara og enn- fremur vinnustofur fyrir þá nemendur, er búa sig undir vís- indaleg próf. Gert er ráð fyrir kennaradeild á efstu hæð, en innrétting hennar verður látin bíða. í háskólanum eru nú 225 stúdentar, en ef bætist við verzlun- armanna- og kennaradeild og atvinnudeild nemenda, þá líður ekki á löngu að tala slúdenta kemst upp í 300. En háskólabygg- ingin nýja hefir nægilegt rúm, og má gera ráð fyrir, að hún dugi fyrir ísland næstu 200 árin. Vér gleðjumst yfir því, hvað máli þessu er vel á veg komið, og hugsum, hve mikil viðbrigði það verða fyrir stúdenta og kennara að flytja í hin nýju liúsakynni. En á leiðinni frá pró- fessor Alexander Jóhannessyni göngum vér fram hjá Mennta- skóla Reykjavíkur. Þar stendur hin gamla bygging, sem orðin er allt of þröng fyrir æskulýð bæjarins. Að reisa nýjan Mennta- skóla er annað mikilvægt verkefni, sem biður úrlausnar liið allra fyrsta. UMSAGNIR UM BÆKUR: Stephan G. Stephansson: Andvökur VI. Dr. Rögnvaldur Pétursson var í hópi þeirra vina Stephans G. Stephanssonar, sem gáfu út þrjú fyrstu bindin af Andvökum 1909. Haustið 1923, þegar Stephan varð sjötugur, gaf dr. Rögn- valdur, einn að kalla má, út fjórða og fimmta bindið. Þá átti Stephan tæp fjögur ár eftir ólifað. Á þeim árum orti hann all- 14

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.