Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 21
Tnikið, bæði í „Timarit Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga“ og
sérstaklega i „Heiniskringlu“. En síðasta árið, eftir að hann
vissi sig eflaust dauðvona þá og þegar, flokkaði hann þau kvæði
■og önnur, eldri og yrigri, sein óprentuð voru, og fól dr. Rögn-
valdi meðferð þeirra að sér látnum. — Þessi kvæði eru nú að
koma út á kostnað bókaútgáfunnar Heimskringlu hér í Reykja-
vik, og mynda þau sjötta og síðasta bindið af „Andvökum“.
Það var ekki hending, að Andrée Courmont, gáfaðasti og há-
menntaðasti erlendur bókmennlafræðingur, að sögn þeirra, sem
hann þekklu, sem hingað til lands hefir komið til einhverra
starfa siðustu 100 árin, hafði ákveðið, að semja doktorsritgerð
sina um Stephan. Dauðinn sló stryki yfir drögin af þeirri dok-
torsritgerð, okkur íslendingum til ómetanlegs tjóns. En þótt Cour-
mont auðnaðist ekki að ljúka doktorsritgerð sinni, og reisa sér
þannig minnisvarða i meðvitund okkar íslendinga, með þeim
■ágætum, sem gáfur hans og lifsreynsla gáfu efni til, þá er þó ann-
ar minnisvarði, a. m. k. jafn óbrotgjarn, kominn yfir þennan
göfuga íslandsvin, en það er kvæðið, sem Steplian orti við fregn-
ina um andlát hans, og alveg vafalaust á fyrir hendi eilíft líf
i íslenzkum bókmenntum. — Þetta er eitt kvæðið i sjötta bind-
inu. Og ef til vill kemur hvergi greinilegar i ljós en einmitt í
i vi bindi, þroskaferill Stephans frá því að hann i upphafi beitir
miklum en óþjálfuðum hæfileikum á misjafnlega þjál viðfangs-
efni, unz vitsmunir og tækni er svo fullkomið sem aldurinn
■entist til. Þvi að Stephan dó svo fádæma sæll, að líf lians var
sifelldur þroski fram i andlátið. Á þeim tæpum fjórum árum
hins áttunda tugar, sem hann lifði, er síður en svo, að nokk-
urrar hnignunar verði vart i ljóðformi eða hugsun. Hann er
jafn viðbragðsfljótur til höggorustu eða hyllinga, eftir því, hvort
i hlut á síngirnin, vömmin og ragmennskan eða baráttan fyrir
sannleika og réttlæti. — Og vopnin og hljóðfærin eru jafn beitt
og hljómskrúðug: Orðkynngigáfa, sem nýyrðir auðveldlega og
aldrei virðist gleyma orði eða orðatiltæki, sem einu sinni hefir
að borizt; vitsmunir, sem nærri óbrigðult vinza hismið frá kjarn-
anum; heit og næm réttlætistilfinning, sem knýr eigandann liarð-
■ar en dæmi eru til um íslenzk skáld, til starfa eftir því lögmáli, að
„lífsins kvöð og kjarni er það, að líða
og kenna til i stormum sinna tiða“.
Og að síðustu sú skaphöfn, sem ef til vill var merkilegasta
gáfan, sem þessi auðkýfingur islenzks máls og hugsunar hafði
15