Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Síða 23
Hvað segir bók þin, Þórbergur, um þetta vitfirrta ástand? HvaS
segir þú í dag, þú mikli vandlætari og spámaður, er upphófst
raust þína x Brófi til Láru og lézt hana gjalla af enn þyngra
móði í Rauðu hættunni?
Ég held, að fá fyrirbæri standi mér skýrar fyrir hugskots-
sjónum en þeir stórpólitísku atburðir, sem nú eru að gerast
og gerast munu á næstu árum í heiminum. Fyrir mér stendur
það einnig ljóslifandi, hvernig liinar vinnandi stéttir mannkyns-
ins ættu að snúast við gangi þeirrar byrjandi gereyðingar. Þessi
bók min flytur samt sem áður engin svör við þeim vandamál-
um. En í næstsíðasta kafla Rauðu hættunnar dró ég upp svo
skýra mynd af meginatriðum alþjóðastjórnmálanna, að enn sem
komið er, lief ég þar engu við að bæta. Ef einhverjir kynnu
að óska skjótrar og skýrrar yfirlitsfræðslu og móralskrar upp-
örvunar í þeim efnum, þá vildi ég mega ráða þeim til að lesa
hleypidómalaust þennan kafla bókar minnar. Hann er eitt með
þvi skárra, sem ég hef skrifað. Og þótt hann sé bráðum orðinn
þriggja ára, þá hafa engir þeir atburðir ennþá gerzt á sviði heims-
stjórnmálanna, er þar liafi haggað við einu einasta stafstriki.
Vér álítum, að á þessum tímum sé aðeins eitt nauðsynlegt: að
berjast fyrir því, hvar sem maður stendur, að fólkið láti ekki
gera sig að leiksoppi þeirra afla, sem búa þvi sjálfu kvalir og
tortímingu.
Blekkingin, maya, er eitt þeirra viðfangsefna, sem ég hef flestu
öðru fremur lagt mig í líma með að gagnhugsa og skilja. Og
ég er i engum efa um, að rætur þessarar allsherjar blindni eru
hvorki vaxnar upp úr Wallstreet né vopnaverksmiðjum herra
Krupps i Essen. Þær eru runnar upp úr jarðvegi, sem við köll-
um á vel þekktu leikmannamáli innræti einstaklingsins. Og það
er þetta innræti, sem byggt hefir Wallstreet og gert hefur vopna-
smiði að lieiðarlegri iðju. Og þessi nýja bók mín lýsir því kannski
öllu öðru fremur, hvernig blekkingin leikur mennina. Hún hefði
gjarnan mátt heita Bókin um blekkinguna.
Ég vildi að lokum gjarnan mega taka það fram, að þetta bindi
bókar minnar lýsir að mestu leyti ungu fólki, sem hvorki
hefir skipað sér i sveitir með eða móti kúgurum og múgmorð-
ingjum, enda gei-ist efni hennar tveimur árum áður en mann-
kynið trýlltist. En hvað, sem segja mætti um hana frá sjónar-
miði stéttabaráttunnar, þá hygg ég, að það verði ekki af henni
skafið, að hún er lifandi verk um lifandi menn.
Næsta bindi lýsir leikjum þroskaðra manna.
17