Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Page 27
nafnaskipti eru táknræn fyrir þær breytingar, er orðið hafa á
skólanum síðustu árin.
Ef athugaðar eru skólaskýrslur Menntaskólans síðustu árin,
kemur í ijós, að allfléstir neméndur skólans eru úr Reykjavík,
og þar að auki börn hinna svokölluðu betri borgara Reykjavíkur-
bæjar. Þannig var þessu ekki háttað fyrir nokkrum árum síðan,
■og má hiklaust rekja þessar breytingar til takmörkunarinnar frá
1928. Eins og nú standa sakir, verður ekki betur séð en Mennta-
skólinn sé að verða sérskóli fyrir efnaðri borgara Reykjavíkur.
Kröfur þær, sem gerðar eru til nýnema í fyrsta belck, eru svo
háar, að barnaskólunum er illkleift að búa nemendur sína undir
inntökupróf Menntaskólans, einkum vegna þess að kennsla barna-
skólanna er meira miðuð við almennl uppeldi heldur en óhóf-
legan ítroðning vissra námsefna. Til þess að komast upp í fyrsta
bekk Menntaskólans, verða börnin því að fá aukakennslu, sem
■er svo dýr, að allur þorri hinna efnaminni hefir engin tök á
-að borga hana. Af þeim 100 börnum, sem að meðaltali ganga
undir innlökupróf Menntaskólans á hverju vori, fá inntöku 25,
sem liæsta einkunn hljóta. Þeir sem mestar líkur hafa til að
lenda í hópi þessara 25 útvöldu, eru ckki þeir bezt gefnu, síður
«n svo, það eru þeir, sem eiga að efnaða foreldra, sem geta kost-
að handa þeim dýra aukakennslu. Hinir 75, sem yfirleitt eru af
•efnaminni stéttunum, fara í Gagnfræðaskóla Reykvikinga og borga
þar 150 kr. skólagjald, þar sem aftur á móti ekkert skólagjald
•er greitt i Menntaskólanum. Nú er einnig i ráði að endurtaka
sama leikinn við inntöku í lærdómsdeildina, takmarka tölu nem-
•enda við 50, og láta undirbúning og aukakennslu, þ. e. a. s. pen-
ingaráð aðstandenda, ráða valinu.
Hin vanalega afsökun fyrir takmörkunum í Menntaskólanum
er, að húsakynni skólans séu of litil. En hvort eiga húsakynni
Menntaskólans að ráða menntun þjóðarinnar, eða menntunarþörf
þjóðarinnar að ráða húsakynnum Menntaskólans? Sú afsökun
reynist varla haldgóð, einkum þar sem vel mætti draga úr mesta
rangl'ætinu með dálitlum velvilja og litlum kostnaði, meðan ekki
rýmkaði um húsakynni skólans.
Það verður ekki um það deilt, að fyrirkomulagið um inntöku
nýnema í Menntaskólann er fyrir neðan allt velsæmi, og að
ekki er lengur við það unandi. Það hefir alltaf verið og mun
alltaf verða sjálfsögð réttlætiskrafa og grundvöllur alls lýðræðis
og allrar menningar, að menntunin sé fyrir alla alþýðu manna,
en ekki fyrir fáa útvalda. Sv.
21