Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Side 29
í Reykjavík er mjög mikill áhugi meðal æskunnar fyrir model-
flugi. Er um bessar mundir verið að undirbúa stofnun slíks fé-
lagsskapar fyrir drengi á öllum aldri og hafa þegar 120 innrit-
azt í félagið. Agnar Kofoed-Hansen.
Kvikmyndir og þátttaka íslendinga
í Heimssýningunni í New York 1939.
Viðtal við Vigfús Sigurgcirsson.
íslendingar, sem sóttu sýninguna i París s.l. sumar, fóru það-
an margfróðari og lirifnir af ýmsu, er fyrir augu og eyru bar.
En öllum mun þeim liafa gengið til hjarta, að ísland lét sin
þar að engu getið. Fánaboginn við Concorde har liátt, og sást
langt að, en íslenzki fáninn var þar hvergi. í þyrpingu Evrópu-
hallanna umhverfis gosbrunnana miklu og hinum megin á Signu-
bakka, mátti líta fjórar hallir Norðurlanda. Islendingar áttu þar
ekkert heimkynni.
Um auglýsingagildi þvílikra sýninga efast enginn. Stórþjóð-
irnar telja sig ekki hafa efni á að vanrækja þátttöku. Smáþjóðir,
sem herjast fyrir tilverurétti sínum, hafa enn brýnni ástæður
til að nota slik tækifæri út í æsar.
Það er því vissulega gleðilegt, að ákveðin skuli vera þátttaka
íslenzku þjóðarinnar í hinni miklu sýningu, sem haldin verður
i New York á næsla ári.
Sýningarráð skipa Thór Thórs alþingismaður, form., Villijálm-
ur Þór, framkvæmdastjóri sýningarinnar og Ragnar Ivvaran.
Mikilsverður þáttur íslenzku sýningarinnar verður væntanlega
kvikmyndir og ljósmyndir. Mál og menning hefir þvi snúið sér
til Vigfúsar Sigurgeirssonar, sem hefir nú þegar tekið mikið af
kvikmyndum, og átt við hann eftirfarandi viðtal:
Hvað getið þér sagt okkur um kvikmyndatöku fyrir sýninguna?
Það er naumast tímabært enn, að segja nokkuð um slíkt. En
eins og yður er kunnugt, þá keppast allar þjóðir við að vanda
sem mest til kvikmynda í sambandi við sýningar sem þessa.
Má telja víst, að eins muni verða hér. Ég hefi nú þegar tekið
mikið af kvikmyndum, sem heppilegar væru til að sýna.
Hvað er að segja um efni myndarinnar?
Ég hefi þegar tekið allnákvæmlega allt, sem lýtur að íslenzk-
um landbúnaði, svo sem vorvinnu, heyskap og hauststörf. Mikil
áherzla hefir verið á það lögð, að taka þessar myndir á stöð-
um, þar sem íslenzk náttúra nýtur sin bezt. En auk þess hefi
23